sunnudagur, nóvember 27, 2005

Helgin

Er búin að vera fín. Við mæðgur erum eiginlega búnar að vera einar, þar sem Heimir fór á rjúpu bæði laugardag og sunnudag. Hafði nú ekki mikið upp úr því... aðeins 3 stk. Mér er nú samt nokk sama þar sem ég borða ekki rjúpur. Finnst þetta hreinasti viðbjóður. En allt í allt eru komnar nógu margar í matinn fyrir hann, mömmu og pabba.
En já, við erum búnar að verja báðum dögunum hjá Gunnu og Sigga. Gunna að æfa sig fyrir prófið sem er svo á morgun. Það hlýtur að ganga vel því hún er nú svo klár í þessu.

Annars er ég nú endanlega búin að skreyta allt hérna hjá okkur :) Setti upp seríurnar á föstudag og í gær, og stillti upp öllum jólasveinum og öðru skrauti. Jólaservétturnar eru meira að segja komnar í servéttubakkann á eldhúsborðinu, þannig að ef þig kíkið í kaffi eða mat til mín, þá fái þið jólaservéttur :) Gaman að fylgjast með Ingibjörgu því hún er alveg agndofa á ljósunum. Verður vonandi jafn mikið jólabarn og mamma hennar :)

Núna sit ég í stofunni með kveikt á fyrsta kertinu í aðventukransinum (spádómskertinu) og er byrjuð að brenna dagatalakertinu. Keypti nefnilega all svaðalegan hlunk, held ég verði að brenna honum allt næsta ár!!

Ingibjörg á þrjár bankabækur (já, já og er ekki nema rétt 3ja mánaða!!) Í Landsbankanum, Sparisjóðnum og í Íslandsbanka. Núna í síðustu viku fékk hún tilkynningu frá Íslandsbanka að hún ætti jóladagatal í bankanum. Og ef maður vill ekki súkkulaði þá er ýmislegt annað í boði. Þetta finnst mér alveg frábært! Ætli hinir bankarnir séu ekki með neitt svona? Mér finnst þetta bara snilld! Að vísu var ég nú búin að kaupa "handa henni" súkkulaðidagatal, en það verður þá bara móðirin sem fær tvöfaldann súkkulaðiskammt á hverjum morgni :) ekki slæmt það! Þarf nú samt að skanna það hvað annað er í boði þarna hjá þeim.


En jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á kertin mín og bíð ykkur góðrar nætur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home