þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jóla - hvað?!

Svei mér þá, ég er ekki að geta beðið eftir jólunum. Fór í Húsgagnahöllina í dag og keypti mér risastórt rautt dagatalakerti, fjögur kerti í aðventukransinn og svona skraut-dúll fyrir hann, kom svo heim og græjaði kransinn :) setti hann að vísu inn í skáp svo fólk héldi ekki að ég væri alveg gengin af göflunum.
Ég er ca. hálfnuð með jólagjafir, ég var náttúrulega svo séð að ég keypti nokkrar í janúar og svo hefur þetta verið að mjakast. Ég er, að ég held, búin að ákveða restina af gjöfunum og þá er bara að fara af stað og versla þær. Gott að vera tímanleg í þessu. Á morgun ætla ég svo að fara í Ikea, taka loka-jólarúntinn þar. Fór um daginn með mömmu og keypti þá allskonar skraut en á eftir að kaupa pappír og aðeins meira skraut :) Best bara að pakka inn þeim gjöfum sem eru tilbúnar.
Ég er enn að velta fyrir mér jólamyndinni af Ingibjörgu... langar svo með hana á stofu. Sé til með það. Annars er allt ready fyrir jólakortin sem ég skrifa fyrir mömmu, á bara eftir að skrifa þau.
Nú svo eru það skreytingarnar í nýrri íbúð... verð nú að halda uppteknum hætti og vera fyrst í nýju hverfi með seríurnar :) ætli ég skelli þeim ekki upp svona í kringum 20. það er fínn tími, þá er bara vika í aðventuna.
Verst að Ingibjörg fattar þetta ekki, þýðir sjálfsagt lítið fyrir mig að ætla með hana í Smáralindina að hitta jólasveinana, hvað þá að gefa henni í skóinn! Ohhh ég sem er svo spennt fyrir því. Aldrei að vita nema að ég setji bara skóinn víst út í glugga, maður veit jú aldrei...

Ætla að láta þessar jólahugleiðingar duga í bili.
Jólabarnið Úrsúla Manda kveður... Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home