þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Leikfimi

Þar sem ég er nú heimavinnandi húsmóðir þessa dagana (semsagt "bara" heima :)) þá horfi ég yfirleitt alltaf á Neighbours í hádeginu. Alltaf á eftir þeim er leikfimin hennar Ágústu. Ég fór að velta því fyrir mér hvort það séu einhverjir sem að taka þátt í þessari leikfimi þegar hún er sýnd? Það er svo fyndið að þær sem stjórna þættinum segja yfirleitt, "jæja nú er bara að standa upp úr sófanum og hliðra til í stofunni og taka þátt í þessu með okkur!" Aldrei nokkurn tímann hefur sú löngun skotið niður í mig að rífa mig upp og fara að stunda æfingarnar hérna í stofunni!! ALDREI!

En ég er búin að setja inn nokkrar myndir af dömunni á Barnalandið frá myndatökunni í gær :) svona smá sýnishorn. Að vísu fáum við þær myndir sem við völdum okkur allar í brúntóna lit, ekki í lit eins og myndirnar eru á Barnalandinu. Það var mikið mál að velja myndirnar, ætluðum fyrst að hafa 8 myndir í albúmi en enduðum á að taka 10 myndir. Hefðum alveg getað valið 50 þess vegna :) Hlakka voða til að sjá þær svo fullunnar, í réttum lit og þegar búið er að taka út af myndunum það sem ekki á að vera þar. Þannig að nú er bara að bíða þolinmóð eftir föstudeginum, og það er nú ekki alveg mín sterka hlið, hmmm! :) Get ekki beðið!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home