miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Meira jóla - jóla :)

Ikea ferðin gekk alveg glimrandi vel. Ég var svo léttskýjuð að halda að ég þyrfti ekki körfu, ég ætlaði jú bara að kaupa jólapappír og eitthvað smádót. En nei, ég var ekki hálfnuð með búðina þegar ég var komin með fullar hendur af dóti og gat ekki haldið á meiru, þannig að ég greip körfu á leiðinni :) Lærði af þessu að taka alltaf körfu við innganginn... þó maður ætli sér bara að kaupa eitthvað eitt. Fannst voða gott að fara bara ein, Heimir er lasinn greyið, svo hann var bara heima að "passa" :) Gat því dúllað mér við hvern einasta bás og skoðað hlutina í ró og næði. Þetta er nú ekki beint uppáhalds búðin hans Heimis og hann hefur ekki mikla þolinmæði þarna inni og hvað þá ef Ingibjörg er með, þá sér maður bara reykinn á eftir honum. Má því segja að ég hafi notið mín í botn :)
En meira af jólagjöfum... fór niður í vinnu í dag þar sem ég nánast kláraði, allar jólagjafirnar!! :) Keypti meira að segja 3 jólagjafir fyrir mömmu. Næst á dagskrá er svo að skrifa allt niður sem hver og einn fær, veit ég þarf að bæta einhverju smá við hjá ca. 4 aðilum og kaupa svo þetta sem ég var búin að ákveða handa restinni. Mér líður alveg óskaplega vel yfir því að þetta skuli allt vera að smella hjá mér :) Spurning hvort ég taki tillögu Þóreyjar alvarlega til greina?!?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home