fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Mánuður til jóla

Já og ekki seinna vænna en að fara að skella upp seríunum. Ég ætlaði nú eiginlega að vera búin að því, en ég bæti bara úr því á morgun og um helgina. Er allavegna komin með jóladótið hingað upp svo nú er bara að tæta upp úr kössum :) Og fyrsti í aðventu á sunnudag, þannig að þetta er bara allt að gerast! Ohh svo gaman!! Ætla líka að byrja á jólakortunum um helgina þar sem við fáum myndirnar á morgun. Svakalega spennt að sjá þær allar.
Svo styttist í að við förum austur. Förum sennilega ekki fyrr en 18. þar sem Heimir er að fara út til Englands á námskeið á vegum vinnunnar. Hann fer 12. og kemur 16. tilbaka. Mikið verður nú ljúft að komast heim til mömmu og pabba og halda gleðileg jól :) Ohh hvað ég hlakka til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home