mánudagur, nóvember 21, 2005

Myndatakan

Þá erum við mæðgur komnar heim úr myndatökunni. Þetta var æðislegt í einu orði sagt!! :) Madaman var að vísu ekki upplitsdjörf svona til að byrja með, fílaði það nú ekki að vera rifin úr hverri spjör inn á einhverri ljósmyndastofu. En hún var nú fljót að jafna sig blessunin og þá var bara byrjað að flassa. Hún var nú alveg sátt við það :) Ég var eitthvað að hafa áhyggjur af því ef hún myndi nú pissa svona bleiulaus, en Heiða (ljósmyndarinn) sagði að það væri nú ekkert mál, við myndum bara hafa taubleiu nálægt og svoleiðis. Ættum ekkert að vera að pæla í því. Þetta gekk nú voða vel og mín sprændi ekki neitt... ekki fyrr en móðirin sat með hana :) Þá var verið að taka tásumyndir og vissi ég ekki fyrr en ég fann heita bunu koma niður á lærið á mér :) voða notalegt. Þegar ég stóð svo upp var nákvæmlega eins og ég hafði pissað á mig. Það var því eins gott að bílinn var mjög nálægt svo ég þurfti ekki að labba um allann Fjörðinn pissublaut!
En jesús minn, ég svo hryllilega spennt að sjá myndirnar að ég get ekki beðið! Við fáum diskinn með myndunum af henni núna á eftir og þá veljum við hverjar við viljum í albúm, hver á að fara á jólakort og hverjar við viljum stækkaðar. Við ættum svo að geta fengið þetta allt tilbúið á fimmtudag eða föstudag! :) Þetta kalla ég sko góða þjónustu!! Ohh svo gaman :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home