Sjálfsagður hlutur
Ég hef aðeins skroppið ein út eftir að ég átti Ingibjörgu. Og með "ein út" meina ég semsagt að ég hef farið í Kringluna með mömmu, Ikea, Smáralind og svoleiðis, ekki með hana með mér. Ég hef ekki verið lengi í burtu, 2-3 tíma mest, því fæðan hennar fylgir mér víst og þar sem ég er ekki farin að mjólka mig ennþá, þá verður þetta bara að vera svona.
En allavegna. Það eru ótrúleg viðbrögð hjá fólki þegar ég hef hitt það í þessum ferðum mínum. Það reka allir upp stór augu og segja svo með aðdáun: Bíddu er Heimir bara einn heima með stelpuna?? Er Heimir heima að passa?!? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta fer í taugarnar á mér. Almáttugur eini, HANN á hana líka!! Það eina sem ég hef framyfir hann er að ég er með fæðuna hennar dinglandi utan á mér!! Ég spurði líka Heimi eftir eina búðarferðina, hvort að fólk spyrði hann að þessu þegar það hitti hann einann... Váá er Úrsúla bara EIN heima með stelpuna?!?! Nú er Úrsúla bara heima að PASSA?!? EN nei það er víst ekki haft orð á því :)
Svona er þetta nú einu sinni, það er bara talinn sjálfsagður hlutur að móðirin sé ALLTAF heima og megi helst ekki víkja spönn frá rassi, meðan að faðirinn er bara að "passa" og það sitt eigið barn! Merkilegt nokk! Hélt samt að þetta væri breytt, eða væri að breytast... breytist kannski bara svona hægt.
En já það var voða gaman að hitta bekkjarsystur mínar í vikunni... við vorum samt ekki margar og ég þurfti að fara snemma því dóttirin kallaði á matinn sinn (og já Heimir var heima að "passa" :)) Mikið er nú samt gaman að hittast svona, alltaf nóg af veitingum og nóg um að tala. Svo er ein ófrísk :) þannig að börnunum er alltaf að fjölga hjá okkur í árgangi ?77.
Föstudagur í gær sem þýddi Heiða, pizza og Idol :) voða gaman. Símon var ekki með í för þar sem hann skellti sér til Köben á Sálina!! Honum verður seint fyrirgefið það af minni hálfu!! Ef þá einhvern tímann... :)
Jæja sú stutta er að rumska, ætlum að skella okkur í rúmleiðangur fyrir dömuna. Það er svo mikill hávaði í vöggunni því hún er farin að hreyfa sig svo mikið, ég er ekki alveg að gúddera það, sérstaklega á nóttunni.
Góða helgi!!
Ég hef aðeins skroppið ein út eftir að ég átti Ingibjörgu. Og með "ein út" meina ég semsagt að ég hef farið í Kringluna með mömmu, Ikea, Smáralind og svoleiðis, ekki með hana með mér. Ég hef ekki verið lengi í burtu, 2-3 tíma mest, því fæðan hennar fylgir mér víst og þar sem ég er ekki farin að mjólka mig ennþá, þá verður þetta bara að vera svona.
En allavegna. Það eru ótrúleg viðbrögð hjá fólki þegar ég hef hitt það í þessum ferðum mínum. Það reka allir upp stór augu og segja svo með aðdáun: Bíddu er Heimir bara einn heima með stelpuna?? Er Heimir heima að passa?!? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta fer í taugarnar á mér. Almáttugur eini, HANN á hana líka!! Það eina sem ég hef framyfir hann er að ég er með fæðuna hennar dinglandi utan á mér!! Ég spurði líka Heimi eftir eina búðarferðina, hvort að fólk spyrði hann að þessu þegar það hitti hann einann... Váá er Úrsúla bara EIN heima með stelpuna?!?! Nú er Úrsúla bara heima að PASSA?!? EN nei það er víst ekki haft orð á því :)
Svona er þetta nú einu sinni, það er bara talinn sjálfsagður hlutur að móðirin sé ALLTAF heima og megi helst ekki víkja spönn frá rassi, meðan að faðirinn er bara að "passa" og það sitt eigið barn! Merkilegt nokk! Hélt samt að þetta væri breytt, eða væri að breytast... breytist kannski bara svona hægt.
En já það var voða gaman að hitta bekkjarsystur mínar í vikunni... við vorum samt ekki margar og ég þurfti að fara snemma því dóttirin kallaði á matinn sinn (og já Heimir var heima að "passa" :)) Mikið er nú samt gaman að hittast svona, alltaf nóg af veitingum og nóg um að tala. Svo er ein ófrísk :) þannig að börnunum er alltaf að fjölga hjá okkur í árgangi ?77.
Föstudagur í gær sem þýddi Heiða, pizza og Idol :) voða gaman. Símon var ekki með í för þar sem hann skellti sér til Köben á Sálina!! Honum verður seint fyrirgefið það af minni hálfu!! Ef þá einhvern tímann... :)
Jæja sú stutta er að rumska, ætlum að skella okkur í rúmleiðangur fyrir dömuna. Það er svo mikill hávaði í vöggunni því hún er farin að hreyfa sig svo mikið, ég er ekki alveg að gúddera það, sérstaklega á nóttunni.
Góða helgi!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home