Brrrr...
Hér er búið að vera svoleiðis skítaveður í dag að við höfum ekki haggað okkur út fyrir húsins dyr. Rok og rigning og við höfum það nice inni :) Fengum bara Heiðu og Símon til okkar í kaffi, voða gott og gaman.
Hafði mig loksins í það að skrifa upp jólagjafirnar hennar Ingibjargar og frá hverjum, raða þeim upp og taka myndir :) Allt mjög merkilegt svona fyrstu jólin :) Hún fékk allt á milli himins og jarðar... peninga, föt, teppi, bangsa, bækur, skartgripaskrín og leikföng svo eitthvað sé nefnt.
Ég er búin að fara eina háalofta ferð og gramsast í gömlu dóti sem ég átti. Þarf að vísu að fara aðra ferð, ég gleymi mér alltaf í gömlu skóladóti, skoða allskonar krot og skemmtilegheit :) Ég kom þó niður með allar Smjattpattabækurnar mínar og Herra bækurnar. Elskaði Smjattpattana!! Fann svo Vísnabókina, en það var skemmtilegasta bókin á tímabili, hún rétt hangir saman á nokkrum þræðum. Mamma og pabbi gáfu þó Ingibjörgu nýju útgáfuna þannig að sú gamla fer sennilega aftur upp á loft. Tími sko ekki að henda henni! Fann líka hana Líönu mína, hundur sem að Líana gaf mér fyrir löngu. Dýrið lítur þó ótrúlega vel út miðað við aldur!! Þarf endilega að fara aftur upp á loft og athuga hvað ég finn meira spennandi.
Ætla að halda áfram að innipúkast og borða góðan mat :)
Hér er búið að vera svoleiðis skítaveður í dag að við höfum ekki haggað okkur út fyrir húsins dyr. Rok og rigning og við höfum það nice inni :) Fengum bara Heiðu og Símon til okkar í kaffi, voða gott og gaman.
Hafði mig loksins í það að skrifa upp jólagjafirnar hennar Ingibjargar og frá hverjum, raða þeim upp og taka myndir :) Allt mjög merkilegt svona fyrstu jólin :) Hún fékk allt á milli himins og jarðar... peninga, föt, teppi, bangsa, bækur, skartgripaskrín og leikföng svo eitthvað sé nefnt.
Ég er búin að fara eina háalofta ferð og gramsast í gömlu dóti sem ég átti. Þarf að vísu að fara aðra ferð, ég gleymi mér alltaf í gömlu skóladóti, skoða allskonar krot og skemmtilegheit :) Ég kom þó niður með allar Smjattpattabækurnar mínar og Herra bækurnar. Elskaði Smjattpattana!! Fann svo Vísnabókina, en það var skemmtilegasta bókin á tímabili, hún rétt hangir saman á nokkrum þræðum. Mamma og pabbi gáfu þó Ingibjörgu nýju útgáfuna þannig að sú gamla fer sennilega aftur upp á loft. Tími sko ekki að henda henni! Fann líka hana Líönu mína, hundur sem að Líana gaf mér fyrir löngu. Dýrið lítur þó ótrúlega vel út miðað við aldur!! Þarf endilega að fara aftur upp á loft og athuga hvað ég finn meira spennandi.
Ætla að halda áfram að innipúkast og borða góðan mat :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home