sunnudagur, desember 04, 2005

Desember

Já það er sko bara kominn desember, 2. sunnudagur í aðventu alveg að líða, vika í að Heimir fari út :( finnst það ekki skemmtilegt, og tvær vikur í að við förum austur!! :) JEI! Svo eru það bara jólin. Almáttugur hvað ég hlakka til, þetta verður algjör draumur!

Helgin búin að vera fín, á laugardaginn fórum við í smá búðarráp. Kíktum meðal annars í Smáralindina og þar hitti ég mann sem ég hef ekki séð í ca. 10 ár eða meira! Já eða kannski bara ekki síðan að hann flutti að heiman og það er langt síðan. Ég hef hugsað til hans ansi oft og hef aðeins einu sinni séð hann eftir að ég flutti suður og það var á rauðu ljósi. Þannig að ég sagði við Heimi að við yrðum að stoppa og tala við hann, ég myndi ekki fyrirgefa mér það að labba framhjá honum. Svo að ég gekk að honum, hann þekkti mig að vísu ekki fyrr en ég sagði nafnið mitt en hann var svo glaður að sjá mig og þakkaði mér held ég þrisvar sinnum að hafa komið og heilsað sér :)
En já, við náðum að klára nokkrar jólagjafir, meðal annars gjöfina hennar Ingibjargar sem við keyptum í búðinni Krakkafjör. Frábær búð með rosalega flottum og vönduðum (dýrum) leikföngum. Fann líka á hana svaka fínar sokkabuxur og samfellu innanundir fína jólakjólinn hennar, sem mamma keypti úti á Lanzarote :) Hún ætti því ekki að lenda í jólakettinum þessi fyrstu jól sín.


Jæja ég er að verða þreytt, nenni ekki meir... bið ykkur vel að lifa... góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home