miðvikudagur, desember 14, 2005

Grasekkja

Nú erum við mæðgur búnar að vera einar síðan á mánudag, en Heimir er í Englandi á námskeiði á vegum vinnunnar. Við erum nú samt búnar að hafa það ágætt því við erum búnar að hafa nóg fyrir stafni. Guðfinna kom og heimsótti okkur á mánudagskvöldið. Það var æðislegt að hitta hana, við höfum ekki sést í langan tíma þannig að það var æði. Í gær kom svo Júlía Rós í kvöldmat. Það var voða gaman hjá okkur eins og alltaf þegar við hittumst :) Nú í kvöld kemur svo hún Helena mín og sonur hennar. Það er því búið að vera nóg að gera í gestgjafahlutverkinu :) Bara gaman að því. Á morgun ætlum við svo í Kringluna með Jóhönnu Björgu, en það er eitthvað smotterí sem ég á eftir að gera.

10 dagar til jóla takk fyrir!! Guð hvað það er stutt í þetta, og ennþá styttra í að við förum austur, bara 4 dagar!! :) Jiii ég hlakka svo til. Heimir kemur á föstudagskvöld, við ætlum að nota laugardaginn í að klára það sem þarf að gera, sækja pakka og koma pökkum á rétta staði og svo á bara að bruna af stað á sunnudaginn. Veit ekkert hvenær við komum tilbaka, ætli það verði nokkuð fyrr en á vordögum :) Nei því miður... en Heimir tekur allavegna mánuð í fæðingarorlof þannig að við komum sennilega um miðjan janúar.

Er búin að fá þrjú jólakort. Ég hef alltaf haft þann háttinn á að rífa þau strax upp, en hugsaði núna að það væri sniðugt að bíða með það og
opna þau á aðfangadag. En nei ég gat það auðvitað ekki! Fékk kortið frá Júlíu Rós og fjölskyldu í gærkvöldi, vissi að ég fengi tvær myndir frá þeim, þannig að hún var varla farin frá mér þegar ég réðst á umslagið. Svo komu tvö í pósti í dag sem ég var ekki lengi að rífa upp. Reyndar þekkti ég skriftina á öðru kortinu en hitt þekkti ég ekki og þar var mynd, þannig að ég bara gat ekki beðið. Heimir er líka ekki hérna til að stoppa mig... spurning hvort ég ætti að setja þau aftur í umslögin og líma fyrir svo hann verði ekki hneykslaður á mér?! :) Ingibjörg fékk svo jólapakka í gærkvöldi frá Hólmfríði og Birni Hermanni... Nei ég er ekki búin að opna hann!! En ég var með hann í höndunum í dag og hugsaði... ætti ég... en ég stóðst það og mun standast það!! :) Það er alveg hræðilegt að vera svona og hvað þá þegar enginn er til að stoppa mann!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home