sunnudagur, desember 18, 2005

Á leið heim í heiðardalinn

Jæja það er komið miðnætti og ég er ekki enn búin að pakka sjálfri mér niður!! Held samt að allt hitt sé komið, allavegna eru feðginin tilbúin í tösku, allar jólagjafirnar komnar, bara ég eftir. En við leggjum semsagt af stað keyrandi í fyrramálið. Ætlum suðurleiðina og keyra þetta bara í einni bunu. Ingibjörg hlýtur að þola það, við verðum bara dugleg að stoppa og teygja úr okkur.

Annars endurheimti ég Heimi minn seint í gærkvöldi, voðalega gott að vera búin að fá hann heim. Eitthvað var nú Ingibjörg hissa þegar hún heyrði aðra rödd en rödd móður sinnar í morgun þegar við vöknuðum, rak upp stór augu, en svo fagnaði hún honum ógurlega :) Við fórm svo á jólahlaðborð á Fjörukránni í Hafnarfirði í kvöld, með fjölskyldu Heimis. Það var voða fínt, gott að borða en reyndar fannst okkur við eiginlega frekar vera komin á Þorrablót heldur en jólahlaðborð. En gott samt :)

Ég ætla að fara að halda áfram pökkuninni... læt næst heyra frá mér að austan. Hafið það gott á meðan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home