fimmtudagur, desember 08, 2005

Oliver

í kvöld. Við bekkjarsysturnar að heiman erum að fara út að borða. Hlakka mikið til :) Get vonandi verið aðeins lengur en síðast þegar við hittumst, því ég er ekki enn farin að mjólka mig!! Held ég geri það bara ekki neitt þar sem hún er að verða 4ra mánaða og ég ætla ekki að vera með hana á brjósti til elífðarnóns. Sætti mig þá bara við að komast ekkert of langt frá henni í nokkra mánuði í viðbót :)

Annars var ég í fyrsta skipti í gærkvöldi alein heima... já ALEIN síðan að Ingibjörg fæddist. Það var þó ekki nema í ca. hálftíma, en mikið var það skrítin tilfinning! Fannst það eiginlega bara óþægilegt. Ég var alveg niðursokkin í ER þegar þau feðginin brugðu sér út, en eftir að þau voru farin missti ég fljótlega athyglina af ER og fór að pæla í því að ég væri EIN. Mér fannst ég alltaf heyra í stelpunni innan úr svefnherbergi eða einhver hljóð frá henni. Þakkaði mínu sæla þegar þau gengu inn um dyrnar. Það er einhvern veginn öðruvísi þegar ég skrepp eitthvað ein, en þegar ég er skilin eftir ein :) Mjög skrítið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home