fimmtudagur, desember 15, 2005

Piparsveinninn

er búinn!! Var ekki sátt við valið en svona er það nú. Hélt að hann myndi velja Gunnsu því mér fannst Jenný vera hálfgerð fýlubrók, en svo er þetta sjálfsagt bara hin besta stelpa. Gat samt varla horft á þegar hann var að gefa henni hringinn... jesús minn þetta var svo hallærislegt :) En ég horfði svo auðvitað á Sirrý á eftir, fannst það nú frekar fyndinn þáttur. Þær skutu þarna alveg hægri vinstri á hvor aðra :) En ekki get ég ímyndað mér að það verði gerð önnur sería... og þó maður veit aldrei.

Kringluferðin var fín hjá okkur Jóhönnu Björgu. Gátum báðar verslað eitthvað og saxað á jólagjafalistann. Held svei mér þá að þetta sé allt búið hjá mér í ár, mig vantar aðeins einn hlut handa Heimi og hann ætla ég að kaupa á morgun.

Jahérna hér, var að kíkja á Ingibjörgu og þetta er þriðja kvöldið í röð sem hún sofnar bara ein, sér og sjálf!! Og ekkert vesen :) Ég hef farið með hana inn í rúm, gefið henni að drekka og farið svo framm. Hún fer reyndar alltaf eitthvað að dúlla sér, frussa og "tala" en svo fellur allt í dúnalogn og mín bara sofnuð!! Rumskar varla þegar ég færi hana yfir í sitt rúm. Vona að þetta verði bara svona í framtíðinni :)

Ég ætla að fara að horfa á Aðþrengdar eiginkonur og prjóna... Góða nótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home