laugardagur, desember 31, 2005

Síðasti dagur ársins

Og þetta ár kemur aldrei aftur. Árið liðið og nýtt og óþekkt tekur við. Stærsta stund lífs míns varð einmitt á þessu ári 2005, fæðing dótturinnar, þannig að þetta ár mun ætíð vera minnisstætt.

Það sem er líka merkilegt við þennan dag er að þetta er afmælisdagur Heimis míns :) Já hann á afmæli í dag þessi elska. Gerði sælgætisbombu handa honum sem ég get ekki beðið eftir að gúffa í mig. Já svo eru mamma og pabbi búin að vera gift í 31 ár í dag!! Jesús minn... greinilegt að þetta er dagur fjölskyldunnar :)


Gleðilegt ár kæru vinir og vandamenn, gangið hægt um gleðinnar dyr og passið ykkur á rakettunum. Heyrumst á nýju ári, 2006 :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home