Senn koma jólin
Þorláksmessa að líða og jólin á morgun. Hlakka voða til :) Við Heimir sitjum hér fyrir framan sjónvarpið og horfum á Uncle Buck (bara snilld), Ingibjörg er farin að lúlla sér og mamma og pabbi eru að stússast í eldhúsinu. Er ekki frá því að þau séu að taka heimalagaða ísinn úr frysti svo hægt sé að gæða sér á honum fyrir svefninn. Yndislegt líf :)
Það er svosem búið að vera nóg að gera hjá okkur síðan við komum austur. Búin að fara í klippingu, heimsóknir og annað svona dúll. Erum búin að slappa vel af og hafa það nice. Allt tilbúið auðvitað fyrir jólin, skreytti jólatréð í gær þannig að jólabaðið er bara eftir held ég.
Við fórum með Ingibjörgu í skoðun í dag. Mér fannst of langur tími líða á milli næsta tíma hjá henni fyrir sunnan, þannig að ég fékk tíma fyrir hana hér. Hún er orðin 67 cm og 6,7 kg svakalega fín. Búin að stækka um 4 cm síðan 19. nóv. Hlakka til að vita hvað hún mælist 17. jan.
En jæja, ætli maður fari ekki að koma sér í bólið að lesa. Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hafið það óskaplega gott, kæru vinir.
Jólakveðja Úrsúla Manda
Þorláksmessa að líða og jólin á morgun. Hlakka voða til :) Við Heimir sitjum hér fyrir framan sjónvarpið og horfum á Uncle Buck (bara snilld), Ingibjörg er farin að lúlla sér og mamma og pabbi eru að stússast í eldhúsinu. Er ekki frá því að þau séu að taka heimalagaða ísinn úr frysti svo hægt sé að gæða sér á honum fyrir svefninn. Yndislegt líf :)
Það er svosem búið að vera nóg að gera hjá okkur síðan við komum austur. Búin að fara í klippingu, heimsóknir og annað svona dúll. Erum búin að slappa vel af og hafa það nice. Allt tilbúið auðvitað fyrir jólin, skreytti jólatréð í gær þannig að jólabaðið er bara eftir held ég.
Við fórum með Ingibjörgu í skoðun í dag. Mér fannst of langur tími líða á milli næsta tíma hjá henni fyrir sunnan, þannig að ég fékk tíma fyrir hana hér. Hún er orðin 67 cm og 6,7 kg svakalega fín. Búin að stækka um 4 cm síðan 19. nóv. Hlakka til að vita hvað hún mælist 17. jan.
En jæja, ætli maður fari ekki að koma sér í bólið að lesa. Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hafið það óskaplega gott, kæru vinir.
Jólakveðja Úrsúla Manda
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home