miðvikudagur, janúar 18, 2006

5 mánaða

er maddaman í dag. Jiii hvað tíminn líður hratt. Við erum búnar að hafa það voða gott, vöknuðum ekki fyrr en kl. hálf 11 í morgun, en lágum í rúminu klukkutíma lengur að lesa :) Skelltum okkur svo í sturtu þegar við loksins lufsuðumst á fætur. Það er alveg ótrúlegt hvað það er mikill munur á þessum litlu krílum á 5 mánuðum. Fyrst þegar maður var að fara með Ingibjörgu í sturtu lá hún alveg eins og slitti í fanginu á manni og hreyfði hvorki legg né lið, en núna teygir hún sig í allt, reynir að ná í allt og snýr sér á alla kanta :)
Förum með hana í skoðun og sprautu á morgun. Kvíði ógurlega fyrir sprautunni en hlakka hinsvegar mikið til að vita hvað hún hefur lengst. Held að það hljóti að vera nokkuð því hún er að vaxa upp úr öllum buxum og allir kjólar að verða ansi stuttir. Vona svo innilega að hún verði ekki lasin eftir sprautuna, hún varð það ekki eftir fyrstu.

Annars held ég að ég sé að missa hárið... get svo svarið það. Miðað við allt sem er í moppunni, rúminu, fötunum og alls staðar þá ætti ég löngu að vera orðin sköllótt!! Þetta er ekkert eðlilega mikið magn af hári. Spurning hvort ég geti notað það eitthvað... kannski búið til mottu?!

E.R í kvöld. Vona að ég verði ekki fyrir truflun.
Kveð í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home