þriðjudagur, janúar 17, 2006

Blogg

Jæja þá loksins læt ég í mér heyra. Hef bara alls ekki nennt að skrifa hérna, en hef samt hugsað á hverjum degi að nú þyrfti ég endilega að fara að skrifa :)
Já við komum í borgina fyrir viku síðan. Keyrðum syðri leiðina í einni bunu. Ingibjörg svaf frá Nesk til Hafnar og svo þaðan til Víkur :) kalla það bara nokkuð gott hjá henni. Lítið mál að ferðast með hana enn sem komið er. Langaði ekki baun aftur suður, hefði alveg verið til í að vera lengur heima. Samt alltaf fínt að komast í íbúðina og dótið sitt... en það er líka það eina. Það er búið að ákveða næstu ferð austur, við mæðgur ætlum að kíkja í mars. Það verður fínt.

En það hefur aldeilis kyngt niður snjó hérna síðustu daga. Hef svei mér þá ekki séð svona mikinn snjó í langan tíma. Bara voða jólalegt finnst mér, enda er allt í lagi að leyfa sér að hlakka tl næstu jóla :)

Heimir byrjaði í vinnunni í gær þannig að við mæðgur erum orðnar tvær. Við höfum svo sem nóg að gera, það er ekki það. Erum alltaf eitthvað að dúlla okkur, voðalega notalegt :) Samt óskaplega nice að hafa hann heima með okkur.

Kíktum í vinnuna mína í morgun. Það er búið að vera mikið um breytingar þar, sameiningar og mannabreytingar, að það hálfa væri nóg. T.d. er Austurbakki ekki lengur til, það sameinaðist öðrum fyrirtækjum og heitir núna Icepharma. Við allar þessar breytingar er mín vinna ekki lengur til. Var því á fundi með forstjóranum, það er spurning hvað verður með mig. Það er allavegna ekki ennþá ljóst, en fæ vonandi að vita eitthvað í febrúar. Þarf að vita þetta með smá fyrirvara því ef ég missi vinnuna þá þarf ég ekki að garfast í dagmömmu/leikskólamálum strax. Þá verð ég sennilega heima þangað til stelpan verður 1. árs. En þetta kemur allt í ljós. Best að vera ekkert að mála skrattann á vegginn strax :)

Þá er maddaman að rumska, erum að fara í heimsókn til Heiðu og Símonar.
Skal svo taka mig á og reyna að blogga hérna reglulega :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home