mánudagur, janúar 30, 2006

Helgin

Þetta var hin fínasta helgi. Þorrablótið flott á föstudagskvöldinu, maturinn æði. Nú svo var auðvitað horft á Idolið. Ekkert smá flott sviðið. Held nú samt að þeir þurfi eitthvað að spá í svellinu þarna, ég beið bara eftir að sjá einhverja stelpuna skella á hnakkann.

Fjölskyldan úr Hafnarfirðinum kom svo í heimsókn á laugardeginum. Alltaf jafn gaman að hitta þau. Gaman að fylgjast með Hólmfríði og Birni Hermanni, ekki nema 14 mánuðir á milli þeirra :) Heimi fannst þetta æði og var mikið að spá í hvort þetta væri ekki alveg tilvalið fyrir okkur, koma bara með annað strax. Veit ekki hvað er að drengnum! Dáist reyndar af Júlíu og Hermanni og öllum öðrum sem eiga börn með svona stuttu millibili, en neinei ég vil nú aðeins geta dregið andann á milli fæðinga, takk fyrir!!
Leigðum myndina Strákarnir okkar á Skjánum. Jesús minn eini ég emjaði úr hlátri. Þetta er alveg snilldar mynd og finnst mér Helgi Björns fara á kostum, enda góður leikari.

Gærdagurinn var svo tekinn rólega. Fórum reyndar í Krónuna. Kíkti við í Fífunni þar sem við erum að bíða eftir göngugrind handa Ingibjörgu. Fórum á stúfana um leið og við komum suður eftir áramótin og erum búin að þræða hverja barnaverslunina á fætur annarri og þær eru allstaðar uppseldar!! Þetta hefur greinilega verið jólagjöfin í ár. Við verðum sennilega að bíða í ca. 2 vikur í viðbót.

Júlía Rós kom með fjórar bækur handa mér. Ég er hálfnuð með bókina hennar Steinunnar Ólínu, Í fylgd með fullorðnum og finnst mér hún góð. Svo fékk ég auðvitað Geisjuna og tvær aðrar sem ég á eftir að skoða almennilega.

Jæja segjum þetta gott í bili, ætlum að grilla í kvöld og já svo er það auðvitað Lost!! Jesús ég er spennt!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

lart mikid

18:09  

Skrifa ummæli

<< Home