sunnudagur, janúar 22, 2006

Þorrinn

Nú er uppáhaldstíminn minn matarlega séð. Ég elska þorramat, og þá helst þann súra. Mínar fyrstu minningar um þennan tíma eru um mig og afa. Við vorum niðri í bílskúr og hann var að skera ofan í mig hrátt hangikjöt. Ohh það var svo gott. Þegar við vorum búin þarna, fórum við upp og fengum okkur súrmat. Súrmat sem afi og amma lögðu sjálf í sýru. Jiii þetta var svo gott. Súr lifrapylsa, súr lundabaggi, súr sviðasulta, súrir pungar, súrt, súrt, súrt og meira súrt. Svo héldum við alltaf þorrablót. Ég, afi og amma :) Foreldrarnir ekkert mikið fyrir súran mat, þannig að þeim var ekki boðið. Þetta var æðislegt.
Þegar haldið var á skólaþorrablótin var ég alltaf með sér disk með ?mínum? mat. (Nei ég lenti ekki í einelti :)). Semsagt súrmatnum. Það át þetta enginn, eða allavegna sárafáir, og því var einfaldast að ég sæi bara um mínar "skrýtnu" matarvenjur.

Það gladdi mig mikið þegar Örn frændi hringdi áðan og bauð okkur í þorramat á miðvikudaginn, ásamt einhverjum skyldmennum. Hlakka mikið til. Svo á eftir að verða þorrablót hjá familiunni hans Heimis.

En það vona ég heitt og innilega að Fröken tannálfur verði hrifin af þessum mat. Ég mun allavegna snemma leyfa henni að smakka þetta lostæti og vona að hún muni smjatta á hákarlinum með fínu tönnunum sínum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home