fimmtudagur, janúar 19, 2006

Skoðun og bað

Skoðun og sprauta gengu vel. Þessi elska rétt kveinkaði sér aðeins þegar hún var stungin, komu ekki einu sinni tár!! :) Rosalega dugleg!! Pabbi hennar reyndi að dreyfa athyglinni meðan móðirin stóð tilbúin með kaldan klút til að skella á stunguna, og tautaði stanslaust, ussussuss þetta er allt í lagi. Ætli það hafi ekki frekar verið huggunarorð fyrir mig heldur en hana :) En nú er bara að vona að hún verði ekki lasin. Held að það sé voðalega leiðinlegt að vera með lasið lítið barn. Ég færi örugglega alveg í mínus. Vil helst að ekkert slæmt komi fyrir hana, að hún verði ALDREI lasin og meiði sig ALDREI!! Ég hefði eiginlega aldrei trúað því að ég ætti eftir að verða svona rosalega viðkvæm fyrir öllu sem viðkemur henni, en svona er þetta. Vonandi breytist þetta.

En já stelpur í sambandi við böðunina... held að Svanfríður hafi svarað þessu ansi vel, maður gerir bara eins og manni finnst best og barninu líka. Málið er að þegar hún fór í fyrsta baðið hérna heima, þá var hún sett í bala og hún varð alveg snar!! Ég hugsaði bara með hryllingi til þess að baða hana í næsta skipti og þá datt okkur það snjallræði í hug að prufa að taka hana með okkur í sturtuna. Og viti menn, hún elskaði það og hefur meira að segja sofnað nokkrum sinnum í miðjum klíðum :) Kannski hefur henni fundist hún óörugg þarna í balanum og við vorum það sennilega líka, að fara að baða hana í fyrsta skipti. En ég hef reyndar baðað hana tvisvar held ég í bala eftir þessa fyrstu svaðilför og það hefur gengið vel. Það er bara alveg ótrúlega þægilegt að taka hana með í sturtu :) Ég er hinsvegar nýbúin að tala um það við Heimi að prufa að setja hana í baðkarið og fara þá með henni. Ég læt ykkur vita hvernig það fer :) Svo verður gaman þegar hún getur farið að sitja sjálf að skella henni í baðkarið.

En nóg um þetta. Nip/Tuck í kvöld. Það eru nú meiru þættirnir, við skötuhjú sitjum allavegna límd yfir þeim þáttum :) Ekki öll vitleysan eins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home