laugardagur, janúar 21, 2006

Söngvakeppnin og fingurbjargir

Svei mér þá ef ég er ekki komin í Eurovision fíling. Fannst þetta ferlega skemmtilegt allt saman í kvöld. Spurningakeppnin var náttúrulega bara snilld, veinaði alveg úr hlátri af Halla, finnst hann svo ógeðslega fyndinn! Var nú samt ekki alveg nógu ánægð með úrslitin, fannst Regína og Ómar Ragnarsson alveg mega sitja heima. Fannst Friðrik Ómar hinsvegar æðislegur en ég hefði viljað sjá Matta áfram. Kaus þá tvo. Hlakka til næsta laugardagskvölds :)

Annars er þetta búinn að vera hinn fínasti dagur, Heimir fór í snjósleðaferð þannig að við mægður dunduðum okkur við tiltekt og þvotta. Heiða kom svo í heimsókn. Kom færandi hendi... fullur poki af súrum pungum sem ég er þegar farin að gæða mér á. Ekki slæmt það!

Gleymdi að taka það fram í gær að Jóhanna Björg færði mér 3 fingurbjargir frá London. Og ekki bara einhverjar merktar London, neeeiiii... ein var með mynd af Díönu, önnur var af drottningarmóðurinni og sú þriðja var með mynd af þeim nýgiftu, Karli og Camillu :) Frábært! Þær eru ekkert smá flottar. Nýjustu tölur herma, að nú á ég orðið 66 fingurbjargir. Já ég veit... ég er ELDgömul sál. Þarf samt endilega að fá mér einhverja hirslu utan um safnið, ég er bara alltaf með þetta inní glerskáp. Langar samt ekki bara í einhvern veginn hirslu, hún þarf að vera spes... spurning um að smíða sér?! Eða kannski bíða þangað til að einhver gömul kona arfleiðir mig af sínu safni? Já þessar gömlu eiga yfirleitt hirslur líka. Ég er svo ungur safnari :)


Jæja, ég bið ykkur vel að lifa og sofið rótt í þessu leiðinda roki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home