þriðjudagur, janúar 24, 2006

T V

Já nú fer sko spennan að magnast... nýja serían af LOST byrjar á mánudaginn. Hlakka þvílíkt til. Finnst þetta svo magnaðir þættir. Svo er hann Matthew Fox algjört augnayndi, ekki skemmir það nú :)
Hlakka líka til að sjá næstu seríu af Desperate Housewifes. Ég datt auðvitað inn í þá þætti þegar ég fór að horfa á endursýninguna. Veit samt ekki hvenær þeir byrja aftur, en það hlýtur að fara að koma að því.
Fékk lánaða fyrstu O.C. seríuna. Hef ekkert fylgst með þessum þáttum, en jii ég er gjörsamlega dottin niður í þá núna, þeir eru alveg brilljant :) Þetta er svona svipað Beverly Hills þáttunum. Ég náttúrulega elskaði þá. Og svona ykkur að segja þá á ég þá ennþá á spólum!! Get svarið það... ég tími ekki að taka yfir þá :) Samt langt síðan ég horfði á þá, þyrfti að fara að kíkja á þá. En já ég þarf svo endilega að nálgast seríu nr. 2 af O.C.


En nú er Heimir minn búinn að poppa handa mér og ég ætla að fara að halda áfram með O.C.
Bæ í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home