föstudagur, janúar 20, 2006

Tennur

Frétt ársins (það sem af því er liðið) er sú að hún Ingibjörg er komin með TENNUR!!! :) Neðri framtennurnar tvær! Nákvæmlega 5 mánaða og ekki slæmt að fá fyrstu tennurnar á bóndadaginn :) Fann þær núna í kvöld, var að drekka vatn úr glasi og leyfið henni svo að súpa og þá heyrðist bara "kling-kling". Hefði svei mér þá ekki verið glaðari þó ég hefði unnið stóra vinninginn í lottó! Hoppaði alveg hæð mína, hljóðaði á Heimi og rauk svo í símann til að hringja í mömmu :)
Annars er Ingibjörg bara búin að vera hress eftir sprautuna í gær og virðist hafa sloppið við allan lasleika. Yes!! Bara smá marblettur og bólga eftir stunguna.

Jóhanna Björg kíkti á okkur í dag. Færði Ingibjörgu Nike galla sem hún keypti í Nike town í London. Ekkert smá flottur, hvítur, grár og bleikfjólublár. Hún verður svaka gella þegar hún passar í hann :) Takk-takk.

Bóndadagurinn í dag. Er svoleiðis búin að stjana við Heimi síðan hann kom heim úr vinnunni, held að hann sé bara nokkuð sáttur.
En jæja góða helgi allir saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home