mánudagur, febrúar 27, 2006

-Bolla-Bolla-Bolla-

Held ég hafi nú alveg borðað bollur fyrir daginn í dag, í gær, en maður verður nú samt að fá sér bollur á sjálfan Bolludaginn!! Ég keypti vatnsdeigsbollur með súkkulaði í Krónunni, og nú þarf bara að skella inn í þær :)

Það var verið að bjóða okkur húsnæði í Köben. 140 fm, 5 herbergja íbúð á 150.000 kr. á mánuði! Við þökkuðum bara pent fyrir :) Reyndar er það á kollegi sem er í Lyngby og er 6 km frá skólanum hans Heimis. Ég er voða spennt fyrir þessum stað því þetta er við vatn og voða fallegt þarna. Vonandi verður okkur bara boðið önnur íbúð... já sem er kannski aðeins minni :)

Annars ætlum við að fara út í júní. Júlía Rós og Hermann ætla að skella sér með okkur. Þetta verður svona hjón/par ferð :) Ætlum að fara á fimmtudegi og koma tilbaka á sunnudegi. Mamma ætlar að koma suður og passa nöfnu sína. Erum búin að sækja um íbúð í miðri Köben sem Heimir hefur aðgang að, svo nú er bara að vona að íbúðin verði laus á þessum tíma. Annars er það bara hótel. Ætlum að skoða aðstæður og kíkja á skólann og svona. Held að Heimir ætli sér að ná þeirri neikvæðni sem eftir er í mér, úr mér í þessari ferð :) Gangi honum vel!! Ég fer allavegna ekkert ofan af því að málið er viðbjóður!! En þetta verður örugglega skemmtileg ferð! Verlsa, borða og drekka :)

Ingibjörg er komin í parketsokkana og lúsast þetta áfram í göngugrindinni.
Jæja ætla að fara að fá mér bollur!

Gleðilegan Bolludag :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home