Dagurinn í dag
Hér á þessu heimili var dagurinn tekinn snemma. Svei mér þá, við vorum komin á fætur um hálf 10!! En þetta er búið að vera algjör afslöppunardagur frá A-Ö. Lagði mig meira að segja enda erfitt þegar maður fer svona snemma á fætur :)
Tókum okkur rúnt seinnipartinn og kíktum meðal annars á nýju íbúðina hans Unnars í Grafarholtinu. Hún er svaka fín og verður flott þegar hann er búinn að öllu sem hann ætlar að gera. Enduðum svo ferðina á Am. Style. Varð hinsvegar fyrir MIKLUM vonbrigðum og held að ég mun ekki fara þangað á næstunni!! Það var risa bein í kjúklingaborgaranum hans Heimis og minn var ógeðslega þurr? íííjjj ég fæ alveg hroll við tilhugsunina, jakk!
Þarf endilega að fara í gegnum myndirnar af Ingibjörgu og senda í framköllun. Þetta er bara svo mikið magn að ég sé alveg stjörnur þegar ég hugsa um það, ég meina það eru teknar á bilinu 300-400 myndir af blessaða barninu á mánuði!! Þyrfti samt að drífa í því áður en þetta verður meira. Raða svo í albúm og gera voða fínt :)
Ég er að lesa bókina Fólkið í kjallaranum, eftir Auði Jónsdóttur. Þetta er alveg snilldar bók. Svo fæ ég bókina um Lance Armstrong á einka-bókasafninu mínu, sem er hún Júlía Rós :) Hlakka til að lesa hana.
Hér á þessu heimili var dagurinn tekinn snemma. Svei mér þá, við vorum komin á fætur um hálf 10!! En þetta er búið að vera algjör afslöppunardagur frá A-Ö. Lagði mig meira að segja enda erfitt þegar maður fer svona snemma á fætur :)
Tókum okkur rúnt seinnipartinn og kíktum meðal annars á nýju íbúðina hans Unnars í Grafarholtinu. Hún er svaka fín og verður flott þegar hann er búinn að öllu sem hann ætlar að gera. Enduðum svo ferðina á Am. Style. Varð hinsvegar fyrir MIKLUM vonbrigðum og held að ég mun ekki fara þangað á næstunni!! Það var risa bein í kjúklingaborgaranum hans Heimis og minn var ógeðslega þurr? íííjjj ég fæ alveg hroll við tilhugsunina, jakk!
Þarf endilega að fara í gegnum myndirnar af Ingibjörgu og senda í framköllun. Þetta er bara svo mikið magn að ég sé alveg stjörnur þegar ég hugsa um það, ég meina það eru teknar á bilinu 300-400 myndir af blessaða barninu á mánuði!! Þyrfti samt að drífa í því áður en þetta verður meira. Raða svo í albúm og gera voða fínt :)
Ég er að lesa bókina Fólkið í kjallaranum, eftir Auði Jónsdóttur. Þetta er alveg snilldar bók. Svo fæ ég bókina um Lance Armstrong á einka-bókasafninu mínu, sem er hún Júlía Rós :) Hlakka til að lesa hana.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home