Danmörk
Nú er ég búin að ganga frá því sem ég vildi vera búin að gera áður en ég tilkynnti þetta á netinu... já við erum að flytja til Köben. Heimir er að fara í nám og við flytjum út í haust. Svona er það nú. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið neitt yfir mig hrifin af þessu, en ég er nú öll að koma til og er bara orðin svolítið spennt. Danmörk hefur reyndar aldrei heillað mig og hvað þá málið! Finnst það nú alveg hundleiðinlegt. En það breytist örugglega, flestum finnst svo yndislegt þarna. Þetta kemur auðvitað einkar illa við mig þar sem ég er svo fastheldin og þoli illa svona breytingar. En á endanum verður þetta sjálfsagt þannig að ég mun ekkert vilja koma heima aftur :) það er svona týpískt ég...
En já námið tekur 3 og hálft ár en ef hann tekur masterinn þá yrðu þetta 5 ár. Við tökum nú bara stefnu á 3 og hálft ár til að byrja með. Ég hef ekki alveg ákveðið hvað ég ætla að gera. Hvort ég fari í skóla, reyni að fá mér vinnu eða hvað verður. Svo sem nægur tími til að ákveða það. Að námi loknu er stefnan svo tekin austur. Ó já, flytja heim í heiðardalinn.
Mikið á ég nú eftir að sakna allra, en það er aldeilis flott að það er beint flug frá Egilsstöðum til Köben þannig að það er lítið mál fyrir mömmu og pabba að koma fljúgandi :) Fyrstu gestir eru þegar bókaðir en Heiða og Símon ætla að koma í byrjun nóv. Svo er ég nú viss um að Júlía Rós og Hermann eiga eftir að kíkja :)
Annaðkvöld eru bekkjarsystur mínar væntanlegar. Hlakka til að hitta þær svo ekki sé nú minnst á gúmmelaðið :)
Nú er ég búin að ganga frá því sem ég vildi vera búin að gera áður en ég tilkynnti þetta á netinu... já við erum að flytja til Köben. Heimir er að fara í nám og við flytjum út í haust. Svona er það nú. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið neitt yfir mig hrifin af þessu, en ég er nú öll að koma til og er bara orðin svolítið spennt. Danmörk hefur reyndar aldrei heillað mig og hvað þá málið! Finnst það nú alveg hundleiðinlegt. En það breytist örugglega, flestum finnst svo yndislegt þarna. Þetta kemur auðvitað einkar illa við mig þar sem ég er svo fastheldin og þoli illa svona breytingar. En á endanum verður þetta sjálfsagt þannig að ég mun ekkert vilja koma heima aftur :) það er svona týpískt ég...
En já námið tekur 3 og hálft ár en ef hann tekur masterinn þá yrðu þetta 5 ár. Við tökum nú bara stefnu á 3 og hálft ár til að byrja með. Ég hef ekki alveg ákveðið hvað ég ætla að gera. Hvort ég fari í skóla, reyni að fá mér vinnu eða hvað verður. Svo sem nægur tími til að ákveða það. Að námi loknu er stefnan svo tekin austur. Ó já, flytja heim í heiðardalinn.
Mikið á ég nú eftir að sakna allra, en það er aldeilis flott að það er beint flug frá Egilsstöðum til Köben þannig að það er lítið mál fyrir mömmu og pabba að koma fljúgandi :) Fyrstu gestir eru þegar bókaðir en Heiða og Símon ætla að koma í byrjun nóv. Svo er ég nú viss um að Júlía Rós og Hermann eiga eftir að kíkja :)
Annaðkvöld eru bekkjarsystur mínar væntanlegar. Hlakka til að hitta þær svo ekki sé nú minnst á gúmmelaðið :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home