Ikea og aðrar vangaveltur
Fór í Ikea í gær. Uppskar aðeins betur núna en síðast, þá var akkúrat ekkert til af því sem mig vantaði. Keypti ramma sem passar svona líka vel utan um myndirnar af Ingibjörgu sem voru teknar á ljósmyndastofunni, þannig að ég þarf að fara aftur á morgun og kaupa fleiri. Nú á að veggfóðrar eins og einn vegg :) Náði líka í svaka flotta plastkassa (bleika auðvitað) til að pakka niður fötunum sem hún er vaxin upp úr. Þarf bara að kaupa fleiri.
Hitti líka konu þarna sem ég hef ekki hitt í ég veit ekki hvað mörg ár. Hún átti heima heima (í Nesk semsagt). Voða gaman að sjá hana. Henni fannst ég lítið eiga í Ingibjörgu, sagði að hún væri bara alveg eins og pabbi sinn :) Held það sé nú eitthvað til í því hjá henni. Það eru skiptar skoðanir hverjum fólki finnst hún vera lík. Sumir segja að hún sé alveg eins og mamma, aðrir að hún sé lík pabba og svo eins og snítt út úr nefinu á pabba sínum. Þetta er skemmtileg blanda :) Mér finnst hún lík pabba sínum og mömmu. Við sáum myndir af mömmu þegar hún var lítil og því verður víst ekki neitað að barnið er nauðalíkt ömmu sinni. En svo er hún sjálfsagt bara lík sjálfri sér. Trúi ekki öðru en að ég eigi líka eitthvað í henni!!
En það var fyndið að þessi kona sagðist vera búin að fylgjast með henni á Barnalandinu. Að einhver hefði gefið henni upp slóðina og lykilorðið. Hún hefur samt aldrei kvittað í gestabókina og því hafði ég ekki hugmynd um það. En þá fór ég einmitt að hugsa að það eru ábyggilega nokkuð margir sem gera þetta. Fylgjast alltaf með en láta aldrei vita af sér nema ef maður hittir það, ef það þá, eða hreinlega missa það út úr sér :) Það er því eins gott að maður skoði myndirnar sem maður setur inn á netið MJÖG vel. Einhvern tímann man ég eftir að það var mynd af barni með pabba sínum í baði, og vitið hvað? jújú bibbinn var bara fljótandi þarna í vatninu, að gjægast (er ekki viss hvernig maður skrifar þetta orð) inn á myndina!! Hélt ég myndi truflast! :)
Ég fór líka að velta því fyrir mér hverjir ætli það séu sem lesa þetta blessaða blogg mitt?! Veit nú um ýmsa en aðra sennilega ekki. Ég hef t.d. fylgst með einni stúlku blogga í fjögur ár, en þó þekki ég hana ekki neitt. Las allt um meðgöngu og fæðingu frumburðarins og nú er hún ófrísk af sínu öðru barni, fylgdist með húsflutningum og breytingum á vinnu, ferðalögum og bílakaupum. Ætli það séu margir svona eins og ég, sem koma inn á þessa síðu? Þekkja mig ekki baun en koma kannski daglega hingað inn? Jhaaa maður spyr sig. Jiii hvað ég myndi vilja vita það!
Segjum þetta gott í bili.
Fór í Ikea í gær. Uppskar aðeins betur núna en síðast, þá var akkúrat ekkert til af því sem mig vantaði. Keypti ramma sem passar svona líka vel utan um myndirnar af Ingibjörgu sem voru teknar á ljósmyndastofunni, þannig að ég þarf að fara aftur á morgun og kaupa fleiri. Nú á að veggfóðrar eins og einn vegg :) Náði líka í svaka flotta plastkassa (bleika auðvitað) til að pakka niður fötunum sem hún er vaxin upp úr. Þarf bara að kaupa fleiri.
Hitti líka konu þarna sem ég hef ekki hitt í ég veit ekki hvað mörg ár. Hún átti heima heima (í Nesk semsagt). Voða gaman að sjá hana. Henni fannst ég lítið eiga í Ingibjörgu, sagði að hún væri bara alveg eins og pabbi sinn :) Held það sé nú eitthvað til í því hjá henni. Það eru skiptar skoðanir hverjum fólki finnst hún vera lík. Sumir segja að hún sé alveg eins og mamma, aðrir að hún sé lík pabba og svo eins og snítt út úr nefinu á pabba sínum. Þetta er skemmtileg blanda :) Mér finnst hún lík pabba sínum og mömmu. Við sáum myndir af mömmu þegar hún var lítil og því verður víst ekki neitað að barnið er nauðalíkt ömmu sinni. En svo er hún sjálfsagt bara lík sjálfri sér. Trúi ekki öðru en að ég eigi líka eitthvað í henni!!
En það var fyndið að þessi kona sagðist vera búin að fylgjast með henni á Barnalandinu. Að einhver hefði gefið henni upp slóðina og lykilorðið. Hún hefur samt aldrei kvittað í gestabókina og því hafði ég ekki hugmynd um það. En þá fór ég einmitt að hugsa að það eru ábyggilega nokkuð margir sem gera þetta. Fylgjast alltaf með en láta aldrei vita af sér nema ef maður hittir það, ef það þá, eða hreinlega missa það út úr sér :) Það er því eins gott að maður skoði myndirnar sem maður setur inn á netið MJÖG vel. Einhvern tímann man ég eftir að það var mynd af barni með pabba sínum í baði, og vitið hvað? jújú bibbinn var bara fljótandi þarna í vatninu, að gjægast (er ekki viss hvernig maður skrifar þetta orð) inn á myndina!! Hélt ég myndi truflast! :)
Ég fór líka að velta því fyrir mér hverjir ætli það séu sem lesa þetta blessaða blogg mitt?! Veit nú um ýmsa en aðra sennilega ekki. Ég hef t.d. fylgst með einni stúlku blogga í fjögur ár, en þó þekki ég hana ekki neitt. Las allt um meðgöngu og fæðingu frumburðarins og nú er hún ófrísk af sínu öðru barni, fylgdist með húsflutningum og breytingum á vinnu, ferðalögum og bílakaupum. Ætli það séu margir svona eins og ég, sem koma inn á þessa síðu? Þekkja mig ekki baun en koma kannski daglega hingað inn? Jhaaa maður spyr sig. Jiii hvað ég myndi vilja vita það!
Segjum þetta gott í bili.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home