þriðjudagur, febrúar 07, 2006

I'm here

Nauðsynlegt að taka sér smá bloggpásu annað slagið :)

Það er svo mikið í gangi núna að það er fátt annað en það sem kemst að hjá mér þessa dagana. Margt að fara að gerast og miklar breytingar framundan (er ekki ólétt, best að taka það strax fram!! :)) Segi betur frá þessu öllu síðar.

Er búin að panta tíma í ungbarnasundi. Hlakka mikið til, byrjum laugardaginn 18. feb. Þá er stelpan akkúrat 6 mánaða, hefði reyndar viljað hafa byrjað með hana fyrr en það er ekki á allt kosið.
Annars er alveg frábært að fylgjast með henni og tönnunum tveimur :) Hún setur svaka stút á munninn og japlar svo vel og lengi á tungunni sinni, alveg í öðrum heimi. Voða gaman að uppgötva hvað hægt er að gera með þessum fínu tönnum.

Fer ekki í laser skoðunina fyrr en 24. feb. Er eiginlega ekki að geta beðið.

Gerði góðverk í dag? styrkti verkefnið Blátt áfram um 3500 kall. Fæ semsagt senda dvd myndina Tommi togvagn eftir ca. 2 vikur :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home