sunnudagur, febrúar 26, 2006

Matur

Við mæðgur förum austur eftir viku!! :) Ætlum að stoppa í hálfan mánuð. Mamma og pabbi koma hingað suður á fimmtudaginn á árshátíð og við fljúgum svo saman austur. Hlakka mikið til. Finnst samt agalega leiðinlegt að skilja Heimi eftir aleinann, en það verður bara að hafa það! Er strax farin að hlakka til að hitta hann þegar við komum tilbaka :)

Helgin var fín, það var ungbarnasund á laugardeginum. Voða gaman, nema hvað maddaman var ekki mikið hrifin af köfuninni! En það verður bara að æfa það betur í næsta tíma :) Í dag var svo bollukaffi hjá Júlíu Rós og fjölskyldu. Ummm þvílíkt gott! Átum all svakalega. Gaman að hittast að vanda. Verst að við hittumst ekkert aftur fyrr en bara um miðjan mars! Svolítið langur tími.

Erum loksins komin með göngugrindina handa Ingibjörgu, Enginn smá tími sem við höfum þurft að bíða eftir henni. Við skelltum henni í hana áðan og var hún bara hin ánægðasta. Var voða hrifin af dótinu en hreyfði sig nú samt ekkert mikið... hún tók ekkert á rás eins og ég var búin að sjá fyrir mér :) Held nú að loksins komi parketsokkarnir sem amma hennar hefur verið að gefa henni að gagni.
Held líka að hún sé að fara að fá efri framtennurnar... það eru allavegna komnar tvær bungur úr gómnum á henni og mér sýnist að það glitti í eitthvað hvítt :) En svo veit maður aldrei, þær gætu þessvegna látið bíða eftir sér í einhverjar vikur.
Gaf henni banana í hádeginu í gær. Stappaði hann vel og vandlega og hrærði svo graut og setti smá saman við. (Þetta leit nú ekki beint girnilega út - eiginlega eins og æla...) Hún bragðaði aðeins á þessu en hryllti sig svo vel og mikið :) Ætla að gera aðra tilraun á morgun. Reyndar las ég það að börn hrylltu sig ekki afþví að þeim þætti þetta vont... fyrir þeim væri þetta bara framandi bragð. Sem er svosem skiljanlegt, hún hefur bara verið á móðurmjólkinni í 6 mánuði og svo allt í einu kemur eitthvað nýtt.

Á bara tvo diska eftir í O.C. seríunni og tvo kafla eftir af Lance :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home