þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Sprengidagur

Við skötuhjú ætlum út að borða á föstudaginn. EIN!! Eftir að vera búin að velta okkur upp úr því hvert við ættum nú að fara, varð Argentína fyrir valinu. Heimi langar svo þangað og ég hef aldrei farið, þannig að það er best að prufa. Eftir að hafa svo rætt þetta við hana Jóhönnu Björgu og borið undir hana matseðilinn, er ég bara orðin nokkuð spennt :) Ítalía verður svo á dagskránni með Júlíu Rós þegar ég kem að austan.

Já Jóhanna Björg kom í heimsókn til okkar í dag. Vægt til orða tekið var Ingibjörg yfir sig hrifin af henni. Hún ætlaði gjörsamlega að éta hana og lék á alls oddi :) En það var voða gaman að fá hana í heimsókn.

Fórum í mat í Viðarimann í kvöld, matur við hæfi dagsins. Ummm baunasúpan algjört æði! Annars át ég þrjár bollur í gær og tvær í dag, ætli við segjum þetta ekki gott af bolluáti þetta árið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home