fimmtudagur, mars 30, 2006

Draumur

Mig dreymdi draum í nótt. Þar sem ég var svo niðursokkin í hugsanir um háralos í gær, þurfti mig auðvitað að dreyma að ég væri að missa allt hárið. Þetta var ógeð, ég var eiginlega eins og Ingibjörg Sólrún, nema hvað ég var með síðar lýjur og svo með einhverja flösubletti!! Ojjj þetta var hrikalegt! Nú ætla ég að hætta að hugsa um þetta og dásama öll nýju hárin sem eru að spretta upp :)

Gærkvöldið var einkar skemmtilegt! Maturinn auðvitað æðislegur og selskapurinn hreinn unaður :) Okkur var samt eiginlega bent kurteisilega á að fara út eftir tvo klukkutíma, en þá var reikningurinn lagður á borðið hjá okkur. Liðið var reyndar búið að stjákla í kringum okkur í smá tíma. Við hlógum nú bara að þessu. Röltum í bókabúðina og þar fann ég Stubbana á DVD! :) Tveir diskar saman. Varð aldeilis glöð með það.

Ingibjörg svaf eins og grjót til klukkan hálf 6 í morgun. Kannski að ég geti bara farið að flytja mig um set :)


Annars eigum við mæðgur stefnumót við Júlíu Rós og fjölsk. seinnipartinn í dag, ætlum að storma á for-útsölu hjá Ecco!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home