miðvikudagur, mars 15, 2006

Eftir viku

Jájá þá verð ég orðin gleraugnalaus!! Bara að minna á það :) Er nefnilega að springa úr spennu. Mér er meira að segja orðið sama þó að gleraugun mín séu út kámuð eftir Ingibjörgu, en það hefur aldrei mátt vera skítur á þeim. Allt í lagi núna því ég er að fara að losna við þau :)

Er að reyna að koma mér inn í One Three Hill. Sá nokkra þætti úr fyrri seríunni en ég er samt ekki alveg að ná sambandi við þá. Þyrfti eiginlega að redda mér fyrri seríunni á dvd :) Á hana einhver? Þessi Lucas er samt eitthvað svo væminn finnst mér í útliti... held að hann sé bara allt of sætur.

Fórum til Öllu í morgun og brunuðum svo til Hrannar í skólann. Ingibjörg var voða hrifin af henni en hrifnust var hún þó af Smára Geirs og Einari Þórarins :) Hlógum mikið af því hvað hún var dugleg að senda þeim töfrandi bros. Kíktum líka til Önnu Kristínar að skoða nýja húsið, æðislega flott hjá þeim. Er, held ég að verða komin yfir flesta sem ég ætlaði að heimsækja, sennilega verða nú samt einhverjir eftir en ég kem aftur, ég kem ALLTAF AFTUR :)

Á morgun förum við svo í mat til Elmu, pabbi kemur í land á föstudaginn, fer með Ingibjörgu í skoðun á föstudag og svo förum við á laugardag. Þetta líður allt voða hratt.

Jæja, ætla að skríða upp í rúm til dóttur minnar, hjúfra mig upp að henni og lesa Geisjuna. Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home