HEIM
Þá erum við mæðgur komnar heim í heiðardalinn. Yndislegt! Verst að Heimir skuli vera fyrir sunnan, en við hlökkum ógurlega til að hittast aftur :) ég hlýt að lifa þetta af. En það er nú bara vetur konungur sem tekur á móti okkur hér. Skítakuldi en fallegt veður.
Flugið gekk rosalega vel en ég var búin að hafa áhyggjur af því að Ingibjörg fengi kannski í eyrun. En hún bara drakk, bæði í flugtaki og lendingu, þannig að þetta reddaðist allt saman. Og þá er hún 6 og hálfs mánaða, búin að fara í fyrstu flugferðina og keyra austur 2-svar sinnum :)
En já, meira af Ingibjörgu... framtennurnar í efri góm eru komnar!! Daman semsagt komin með 4 tennur. Frekar fyndið að sjá hana og skemmtilegt að sjá breytinguna sem verður á henni :) Það fer hins vegar hryllilega í mig þegar hún nuddar þeim saman, gnístir tönnum. En hún er voða hrifin af þessum nýju tólum sínum.
Jæja, við pabbi ætlum að fara að galla okkur upp í göngutúr.
Þá erum við mæðgur komnar heim í heiðardalinn. Yndislegt! Verst að Heimir skuli vera fyrir sunnan, en við hlökkum ógurlega til að hittast aftur :) ég hlýt að lifa þetta af. En það er nú bara vetur konungur sem tekur á móti okkur hér. Skítakuldi en fallegt veður.
Flugið gekk rosalega vel en ég var búin að hafa áhyggjur af því að Ingibjörg fengi kannski í eyrun. En hún bara drakk, bæði í flugtaki og lendingu, þannig að þetta reddaðist allt saman. Og þá er hún 6 og hálfs mánaða, búin að fara í fyrstu flugferðina og keyra austur 2-svar sinnum :)
En já, meira af Ingibjörgu... framtennurnar í efri góm eru komnar!! Daman semsagt komin með 4 tennur. Frekar fyndið að sjá hana og skemmtilegt að sjá breytinguna sem verður á henni :) Það fer hins vegar hryllilega í mig þegar hún nuddar þeim saman, gnístir tönnum. En hún er voða hrifin af þessum nýju tólum sínum.
Jæja, við pabbi ætlum að fara að galla okkur upp í göngutúr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home