fimmtudagur, mars 09, 2006

Hálfur mánuður

Eftir nákvæmlega tvær vikur verð ég laus við gleraugun!! Já laserinn er 22. mars. Ég get svo svarið það, er eiginlega ekki að trúa því að ég verði gleraugnalaus eftir hálfan mánuð! Ég get talað um þetta endalaust og á örugglega eftir að minnast á þetta aftur áður en yfir líkur :) Mér finnst þetta nefnilega svo mikið kraftaverk! Reyndar er mig búið að dreyma aðgerðina nokkrum sinnum. Í eitt skiptið þurfti ég að fara í svæfingu fyrir aðgerð og allt var í vitleysu, og í öðrum draumi breytist Þórður læknir í Sandy Choen í O.C :) Já já, ekki er öll vitleysan eins! En ég er viss um að þetta sé bara fyrir því að ég eigi eftir að sjá í gegnum holt og hæðir eftir aðgerð.

Annars eyddi ég deginum í gær hjá henni Önnu Kristínu í klippingu og allsherjar yfirhollingu. Er svaka fín, finnst alltaf agalega gaman þegar ég er búin í svona fíneríi. Hugsaði reyndar, þar sem dóttirin á það til að rífa all duglega í hárið á mér, hvort ég ætti kannski bara að láta klippa það við axlir eða svo. En ég gerði það auðvitað ekki. Langar svo oft að gera eitthvað róttækt en renn svo alltaf á rassinn með það. Ég lét allavegna klippa toppinn svona á ská og meira að segja svolítið stutt :)

Gleymdi alveg að segja ykkur hvað við vorum rosalega ánægð eftir Argentínu ferðina. Þetta var ekkert smá góður matur! VÁ! Ég held að ég hafi ekki orðið svona södd síðan ég var ólétt. Úff, ég var gjörsamlega að springa! Þjónninn sem var með okkur var líka alveg frábær. Það skiptir miklu máli finnst mér, þegar þeir eru professional. Reyndar sagði ég við Heimi að aldrei í lífinu myndi ég vilja gera það að ævistarfi mínu að vera þjónn. Jiii ég myndi bara ekki meika það. Hundleiðinlegur vinnutími og hundleiðinlegt job held ég. En sem betur fer vilja ekki allir gera það sama? það væri hálfleiðinlegur heimur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home