Kettir
Mér er frekar illa við ketti. Finnst þeir smeðjulegir og falskir og maður veit aldrei hvar maður hefur þá. En það sem mér finnst ógeðslegast, er þetta veiðieðli í þeim. Ég held ég myndi urlast ef ég fengi dauðar mýs eða fugla inn til mín. Hugsanlega gæti ég samt átt kött sem færi aldrei út. Bara svona innikött því þá væri hann alltaf hreinn og væri ekki að éta einhvern viðbjóð. Ég fór að pæla í þessu því að kona hérna í næstu blokk fer einu sinni á dag með köttinn sinn út að labba í bandi. Þetta fannst mér alveg brilljant og þetta myndi ég gera við minn kött. Ekki það að ég ætli að fá mér kött, aldrei, ég er sko hundakona :)
Fann þessi líka fínu stígvél á útsölunni í gær. Einmitt það sem mig vantaði og ekki slæmt að fá þau á 5000 kall í staðinn fyrir 20.000 út úr búð!!
Hlakka óskaplega til Idol-sins í kvöld. Verður spennandi að vita hver dettur út, spái því að það verði Bríet Sunna, nú eða Snorri. Getur ekki annað verið en að Ína vinni þetta. Hafnarfjarðar fjölskyldan mætir í kvöld, þannig að það verður mikið stuð. Ætlum að gæða okkur á brauðréttum og svo góðum eftirrétt.
Góð helgi allir saman.
Mér er frekar illa við ketti. Finnst þeir smeðjulegir og falskir og maður veit aldrei hvar maður hefur þá. En það sem mér finnst ógeðslegast, er þetta veiðieðli í þeim. Ég held ég myndi urlast ef ég fengi dauðar mýs eða fugla inn til mín. Hugsanlega gæti ég samt átt kött sem færi aldrei út. Bara svona innikött því þá væri hann alltaf hreinn og væri ekki að éta einhvern viðbjóð. Ég fór að pæla í þessu því að kona hérna í næstu blokk fer einu sinni á dag með köttinn sinn út að labba í bandi. Þetta fannst mér alveg brilljant og þetta myndi ég gera við minn kött. Ekki það að ég ætli að fá mér kött, aldrei, ég er sko hundakona :)
Fann þessi líka fínu stígvél á útsölunni í gær. Einmitt það sem mig vantaði og ekki slæmt að fá þau á 5000 kall í staðinn fyrir 20.000 út úr búð!!
Hlakka óskaplega til Idol-sins í kvöld. Verður spennandi að vita hver dettur út, spái því að það verði Bríet Sunna, nú eða Snorri. Getur ekki annað verið en að Ína vinni þetta. Hafnarfjarðar fjölskyldan mætir í kvöld, þannig að það verður mikið stuð. Ætlum að gæða okkur á brauðréttum og svo góðum eftirrétt.
Góð helgi allir saman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home