sunnudagur, mars 12, 2006

Rólegheita líf

Mikið óskaplega hefur maður það nú gott hérna í sælunni. Svei mér þá. Við mæðgur erum í þvílíka dekrinu, en það er nú svo sem ekkert nýtt :) Veislumatur á hverjum degi og svo eyðum við dögunum í heimsóknum, göngutúrum og öðru dúlli. Já svona á sko lífið að vera... vantar bara Heimi. Ingibjörg er í stöðugri þjálfun hjá ömmu sinni, hún er að kenna henni "Hvað ertu stór" og "Klappa saman lófunum" :) Markmiðið er að hún kunni þetta áður en við förum suður. Hún hefur hinsvegar lítinn áhuga á því að klappa saman lófunum, en skellihlær bara framan í ömmu sína þegar hún er að þessu :)
Helgin er búin að vera ljúf. Við brunuðum á Reyðarfjörð á laugardeginum, í slyddu og vetrarveðri. Í dag var svo dagur heimsókna, fengum heimsóknir og svo kíktum við mæðgur til Guðlaugar. Amma og afi komu svo í mat í kvöld.

Er alveg dottin niður í Minningar Geisju! Já það kom að því :) Það var eina bókin sem ég tók með mér austur þannig að ég bara varð að lesa hana. Líst vel á.


Ein spurning til ykkar sem þekkið til, er ekki hægt að fá Stubbana á DVD?

Jæja ætlaði bara rétt að láta vita af mér, kveð í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home