miðvikudagur, mars 01, 2006

Öskudagur

Mikið lifandi skelfing er ég nú fegin að hafa ekki verið að vinna í apóteki í dag! Það var allt í lagi svona í byrjun en þegar líða tók á daginn var maður kominn með upp í kok á að hlusta á hinar ýmsu útgáfur af Gamla Nóa og stundum miður fallegan söng. Úfff maður fór heim með höfuðverk í lok dags. Það var samt skemmtilegt þegar það komu krakkar sem höfðu lagt eitthvað í búningana og æft sönginn.

Í minni tíð var samt ekki farið í búðir og betlað sælgæti. Allavegna gerði ég það aldrei. Held þetta hafi verið að byrja þegar ég hætti að dressa mig upp. Það var samt alltaf voða gaman á þessum degi. Þar sem við Hrafnhildur vorum vinkonur var alltaf stormað niður í Starmýri 9 þar sem Bára og Sigrún höfðu yfirumsjón með make-upinu :) Maður var mættur eldsnemma um morguninn í förðun og "klæðningu". Ég man að einhvern tímann vorum við Hrafnhildur "gellur". Þá vorum við í fötum af þeim systrum, m.a. tjullpilsunum sem voru mjög vinsæl hjá okkur. Svo einhvern tímann var ég Perja-trúður. Þessi sem er allur hvítur, og með svart tár. Ég held og mig minnir að mitt síðasta gervi hafi verið Landnámsmaður :) Svaka flott. Þetta er svona það sem stendur upp úr í búningasögu minni.
Mig langar hinsvegar mikið að vita hvort Öskupokarnir séu enn við líði. Mér fannst það svo skemmtilegt alltaf.

Þakka Guði fyrir að vera ekki að eignast barn núna í þessum skrifuðu orðum, verkfall hjá ljósmæðrunum í heimaþjónustunni. Jiii ég hefði ekki tekið það í mál að þurfa að dvelja lengur en í sólarhring þarna niður frá.

Mamma og pabbi koma á morgun! Hlakka mikið til :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home