þriðjudagur, mars 14, 2006

Sæla - Sæla

Geggjað veður búið að vera í dag. Varla líft hérna í húsinu sökum hita. Við mæðgur heimsóttum Brynju og Valþór Snæ, voða gaman að hitta þau. Verst að þau skuli ekkert geta komið út að labba með okkur, Valþór búinn að vera svo mikið lasinn.

Amma og afi buðu okkur út að borða á Capitano í kvöld. Tælenskur matur í boði. Get nú alveg sagt að ég hef alveg smakkað betri mat, en þetta var ágætt. Um sjöleytið fylltist svo staðurinn af körlum sem eru að vinna hér í bæ og við það sperrtist Ingibjörg öll upp. Það var eiginlega bara fyndið, hún fylgdi þeim alveg eftir og skoðaði þá vel og vandlega. Snemma beygist krókurinn, eins og afi sagði :)

Er alveg veik í ilmvatnið hennar Söru Jessicu Parker. Finnst það æði! Á pottþétt eftir að fá mér hana. En ef það er eitthvað sem mig vantar ekki þá er það ilmvatn. Ég á ekkert eðlilega mikið af þessu dóti. Á samt ábyggilega eftir að blikka mömmu til að versla í fríhöfninni um Páskana :)

Er búin að bóka tíma hjá frk. Hrönn. Hún er svo busy manneskjan :) Við mæðgur eigum að mæta í skólann kl. hálf 11 í fyrramálið.


Prison Break að fara að byrja, þarf að setja mig í stellingar því þátturinn í síðustu viku endaði svo svakalega spennandi!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home