8 mánaða
Já Ingibjörg varð 8 mánaða núna 18. Ekki veit ég hvað hefur orðið af þessum tíma, hann hefur gjörsamlega flogið áfram. Og hún er orðin svo dugleg, þessi litla snúlla. Ætla að láta ykkur strax vita að þetta blogg er eingöngu um Ingibjörgu, þannig að fyrir þá sem hafa ekki áhuga að lesa frásögn móður að lofa barnið sitt, geta hætt strax!! Sko, lét ykkur vita :)
En allavegna, hvað haldið þið... hún er sko farin að sofa ALEIN inni í sínu herbergi!! Sver það... er búin að sofa þar síðustu þrjár nætur og gengið þvílíkt vel. Held kannski að þetta hafi verið erfiðara fyrir mig en hana :) og mér stóð eiginlega ekki á sama eftir að hafa horft á Lost þáttinn þar sem Charlie var alltaf að taka barnið. Ég meina hvað ef hún hefði bara verið horfin um morguninn?!?! Maður veit aldrei!
En hún virðist bara sofa vel þarna, við rumskum ekkert við hana fyrr en á morgnanna. Hún vaknar á milli 7 og 8, fær sér þá sopa og leggur sig stundum aðeins lengur, en annars er hún bara í rúminu hjá mér að dúlla sér eitthvað ef mig langar að dorma aðeins lengur :) voða notalegt.
Já það er ótrúlegt hvað hefur gerst á þessum 8 mánuðum. Hún er farin að mjaka sér áfram á maganum, eða reyndar bakkar hún eiginlega bara og snýr sér í hringi. Svo situr hún og ýtir sér úr stað, og skellir sér svo bara á magann ef hún er orðin leið á að sitja. Eftir að hafa skellt höfðinu nokkrum sinnum niður í parketið við þessa iðju, virðist hún hafa lært að gera þetta voða hægt og varlega og passa höfuðið :)
Fimmta tönnin leit svo dagsins ljós í gær. Staðsett nákæmlega í efri góm hægra megin við hliðina á framtönninni :)
Hún er líka voða dugleg að borða og gefur frá sér ánægju hljóð eftir hvern bita, ummmm :) Hún fær nú enn að nærast á móður sinni, en ég er búin að minnka gjafirnar niður í 3 á sólarhring. Svo fer nú að koma að því að þetta hætti. Þetta er bara svo notalegt :) Ég passa reyndar vel upp á að hún sofni ekki, sérstaklega á kvöldin, set hana svo bara yfir í sitt rúm (inni í SÍNU herbergi núna) og þá sofnar hún. Ekkert vesen.
Jæja, segjum þetta gott af fréttum af Ingibjörgu í bili :)
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!
Já Ingibjörg varð 8 mánaða núna 18. Ekki veit ég hvað hefur orðið af þessum tíma, hann hefur gjörsamlega flogið áfram. Og hún er orðin svo dugleg, þessi litla snúlla. Ætla að láta ykkur strax vita að þetta blogg er eingöngu um Ingibjörgu, þannig að fyrir þá sem hafa ekki áhuga að lesa frásögn móður að lofa barnið sitt, geta hætt strax!! Sko, lét ykkur vita :)
En allavegna, hvað haldið þið... hún er sko farin að sofa ALEIN inni í sínu herbergi!! Sver það... er búin að sofa þar síðustu þrjár nætur og gengið þvílíkt vel. Held kannski að þetta hafi verið erfiðara fyrir mig en hana :) og mér stóð eiginlega ekki á sama eftir að hafa horft á Lost þáttinn þar sem Charlie var alltaf að taka barnið. Ég meina hvað ef hún hefði bara verið horfin um morguninn?!?! Maður veit aldrei!
En hún virðist bara sofa vel þarna, við rumskum ekkert við hana fyrr en á morgnanna. Hún vaknar á milli 7 og 8, fær sér þá sopa og leggur sig stundum aðeins lengur, en annars er hún bara í rúminu hjá mér að dúlla sér eitthvað ef mig langar að dorma aðeins lengur :) voða notalegt.
Já það er ótrúlegt hvað hefur gerst á þessum 8 mánuðum. Hún er farin að mjaka sér áfram á maganum, eða reyndar bakkar hún eiginlega bara og snýr sér í hringi. Svo situr hún og ýtir sér úr stað, og skellir sér svo bara á magann ef hún er orðin leið á að sitja. Eftir að hafa skellt höfðinu nokkrum sinnum niður í parketið við þessa iðju, virðist hún hafa lært að gera þetta voða hægt og varlega og passa höfuðið :)
Fimmta tönnin leit svo dagsins ljós í gær. Staðsett nákæmlega í efri góm hægra megin við hliðina á framtönninni :)
Hún er líka voða dugleg að borða og gefur frá sér ánægju hljóð eftir hvern bita, ummmm :) Hún fær nú enn að nærast á móður sinni, en ég er búin að minnka gjafirnar niður í 3 á sólarhring. Svo fer nú að koma að því að þetta hætti. Þetta er bara svo notalegt :) Ég passa reyndar vel upp á að hún sofni ekki, sérstaklega á kvöldin, set hana svo bara yfir í sitt rúm (inni í SÍNU herbergi núna) og þá sofnar hún. Ekkert vesen.
Jæja, segjum þetta gott af fréttum af Ingibjörgu í bili :)
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home