mánudagur, apríl 24, 2006

Bækur

Ég fékk auðvitað 1000 kr. bókaávísun senda í pósti, og var strax farið á stúfana að versla. Þessu var eytt í Ingibjörgu og græddi hún þrjár bækur. Tommi og miðnæturævintýrið (með blikkandi stjörnum), Rauðhetta (sem er líka púslubók) og svo bókina um Lúlla og Gunnu. Mér finnst samt ekki nógu gott að vita af ávísuninni liggjandi á andyrisgólfinu heima í Gauksmýrinni og ekki geta notað hana. En samt, þetta gildir til 3. maí er það ekki? Mamma og pabbi fara austur 1. maí þannig að þau ættu þá að geta fundið eitthvað í Tónspil. Vonandi er eitthvað úrval af barnabókum þar. En ég er að vinna markvisst að því að gera Ingibjörgu að bókaormi. Vona að það takist hjá mér.

Ætli það verði gerður annar íslenskur Bachelor þáttur? Jeminn eini það væri nú meira... nema þeir geri þá bara eins og í henni Ameríku, láti Jenný velja sér stegg. Það væri nú fyndið. En ég fylgdist
ekki með síðustu Amerísku Bacherlor seríu. Horfði bara á síðasta þáttinn og held að hann hafi valið þá stúlku sem að Júlía hélt með. Ég er hinsvegar búin að ákveða að horfa á næstu seríu þar sem Jen verður Bachelorettan :) Það verður gaman að fylgjast með því!

Já sumarið komið og það er bara snjókoma hér í borginni... Ísland í dag.
Lost á næsta leiti, ætla að gera mig tilbúna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home