Í dag
Það var voða gaman á Sumarsýningunni í dag. Við röltum þarna um allt og skoðuðum, en rúsínan í pylsuendanum var svo auðvitað hann Snorri :) Hann söng 4 lög og var alveg eins og engill þarna á sviðunu. Finnst samt frekar slæmt að drengurinn skuli reykja... á svo bágt með að þola það eins og þið sennilega vitið. En hann syngur vel blessaður, verra samt ef hann reykir röddina í burtu.
Eftir Laugardalinn var svo haldið í Hafnarfjörðinn í DÚNDUR súkkulaðiköku hjá Hermanni. Þvílíkt og annað eins! Voða gaman að hitta þau öll, höfum ekkert sést síðan fyrir Páska. Spurning hvenær næsti hittingur verður, sennilega samt ekki fyrr en um þarnæstu helgi. Svo styttist nú óðum í Danmerkurferðina hjá okkur :)
Ingibjörg fékk nýjan bílstól í gær. Nú er daman orðin svo stór að hún snýr fram. Það er frekar fyndið að sjá hana svoleiðis :) voða mannaleg þar sem hún situr og horfir út um gluggann og fylgist vel með öllu. Við ætluðum að leigja stól en mér leist nú ekkert á það sem var í boði, þannig að það var auðvitað bara keyptur nýr stóll undir bossann á prinsessunni... en ekki hvað?! :)
En það er farið að síga á seinnihlutann hjá mér í kvöld... bið ykkur vel að lifa að sinni.
Guten nacht.
Það var voða gaman á Sumarsýningunni í dag. Við röltum þarna um allt og skoðuðum, en rúsínan í pylsuendanum var svo auðvitað hann Snorri :) Hann söng 4 lög og var alveg eins og engill þarna á sviðunu. Finnst samt frekar slæmt að drengurinn skuli reykja... á svo bágt með að þola það eins og þið sennilega vitið. En hann syngur vel blessaður, verra samt ef hann reykir röddina í burtu.
Eftir Laugardalinn var svo haldið í Hafnarfjörðinn í DÚNDUR súkkulaðiköku hjá Hermanni. Þvílíkt og annað eins! Voða gaman að hitta þau öll, höfum ekkert sést síðan fyrir Páska. Spurning hvenær næsti hittingur verður, sennilega samt ekki fyrr en um þarnæstu helgi. Svo styttist nú óðum í Danmerkurferðina hjá okkur :)
Ingibjörg fékk nýjan bílstól í gær. Nú er daman orðin svo stór að hún snýr fram. Það er frekar fyndið að sjá hana svoleiðis :) voða mannaleg þar sem hún situr og horfir út um gluggann og fylgist vel með öllu. Við ætluðum að leigja stól en mér leist nú ekkert á það sem var í boði, þannig að það var auðvitað bara keyptur nýr stóll undir bossann á prinsessunni... en ekki hvað?! :)
En það er farið að síga á seinnihlutann hjá mér í kvöld... bið ykkur vel að lifa að sinni.
Guten nacht.


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home