sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega Páska

Já og mín yndislega móðir á afmæli í dag, til lukku elsku mamma mín. Nú eru þau að spóka sig um á Tenerif og koma sjálfsagt eins og svertingjar tilbaka. Þau komu aðeins við hjá okkur á miðvikudaginn ásamt Önnu og Þórði en stoppuðu bara stutt því þau gistu í Keflavík. En þau verða svo í nokkra daga í bakaleiðinni svo það verður nú aldeilis fínt. Við Heimir erum búin að plana bæði bíóferð og út að borða :) ætlum á Hafið bláa... mmmm lobster baby!

Erum búin að hafa það gott. Að vísu er ég með einhverja bölvaða pest, full af hori, heyri ekki hálfa heyrn og fleira svona álíka skemmtilegt.
Á Skírdag tókum við okkur rúnt í Grímsnesið og kíktum á nýja bústað tengdaforeldranna, ásamt lóðunum sem þau voru að kaupa þar. Bústaðurinn er æðislegur, heitur pottur og nice. Heimir þurfti svo að vinna á Föstudaginn langa!! En það er Páskamatarveisla í Grímsnesinu á eftir.

Já fyrstu páskarnir hennar Ingibjargar, og hún alveg að verða 8 mánaða! Mamma og pabbi færðu henni auðvitað páskaegg :) ætli hún verði ekki bara mynduð með það og svo endar það ofan í okkur. Reyndar er ég ekkert svo mikið fyrir eggin, finnst skemmtilegast að opna þau og lesa málsháttinn, borða svo innihaldið og smá súkkulaði. Heimir spænir þessu hinsvegar í sig.

Enn og aftur gleðilega páska kæru vinir, og hafið það gott það sem eftir lifir hátíðarinnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home