laugardagur, apríl 22, 2006

Hvað er að?!

Ekki skil ég hvað er að mér. Ætli ég sé haldin einhverri sjálfspíningarhvöt eða hvað ætli þetta sé? Ég les núna daglega blogg hjá stúlku sem á dóttur, en hún er hægt og rólega að fjara út en hún er með efnaskiptasjúkdóm. Litla stelpan er á svipuðum aldri og Ingibjörg þannig að ég á það til að hugsa, jiii þetta gæti verið Ingibjörg. Og það þarf ekki að taka það fram að ég græt eftir hverja bloggfærslu. En ég læt þetta ekki nægja, heldur er ég líka að fylgjast með bloggi hjá foreldrum stráks sem hrapaði niður af 4 hæð á Kanarí. Hver veit hvernig það endar.

Svo eru það auðvitað minningargreinarnar í Mogganum sem fara alveg með mig. Ég er ekki áskrifandi en fæ hann núna þar sem mamma og pabbi eru ekki heima. En málið er að þegar ég veit um einhvern ungan eða einhvern sem ég þekkti sem var að deyja, bið ég mömmu um að halda þeim greinum eftir svo ég geti lesið þær. Svo græt ég og græt og líður alveg óskaplega illa. Heimir skilur ekkert í mér, hvað ég sé að kvelja mig á þessu þar sem ég þarf ekkert að lesa þetta. Er ég eitthvað furðuleg?

Jæja, sundið gekk vel í dag. Frökenin er alveg hætt að rífa sig þegar hún er sett í kaf, þannig að nú tekur hún þvílíku dýfurnar og kemur svona næstum því brosandi upp úr :) Eigum fjóra tíma eftir, og held ég að við látum það bara duga, sleppum framhaldsnámskeiðinu.
Ætlum á morgun að fara á Sumarsýninguna í Laugardalshöllinni og ég ætla sko að láta tímann passa þannig að ég sjái hann Snorra syngja!! Hann á að syngja kl. 15 :) Verð svo agalega hissa þegar hann byrjar og á bara ekki til orð hvað við séum heppin að hitta akkúrat á hann, hahahaha :)

En jájá, akkúrat ekkert í sjónvarpinu þannig að ætli ég horfi ekki bara á Aðþrengdar sem ég tók upp á fimmtudaginn og fari svo bara í rúmið.
Góða nótt!


(Finnst þessi blái litur bara nokkuð góður... ætla samt að hafa mismunandi liti :) Þá er það ákveðið!!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home