Jeminn
Já það voru sko orð að sönnu að móðir mín tapaði sér algjörlega í fatakaupum á barnabarnið :) Ingibjörg fékk t.d. gallajakka, tvenna kjóla, buxur, peysur, sokka, dvd mynd, sandala, derhúfu og náttgalla svo að eitthvað sé nefnt! Ég get svo svarið það!! En það er voða gaman að þau skuli vera komin og flott að þau fara ekki fyrr en á mánudag.
Það var hringt í morgun frá heilsugælsunni til að afboða skoðunina þannig að ég þarf að bíða í enn eina viku til að vita málin á Ingibjörgu. Hundfúlt.
Ég búin að minnka gjafirnar niður í tvær á dag. Nú fær hún að drekka á morgnanna og á kvöldin. Þetta er dagur númer 2! Þarf sennilega ekki að taka það fram að ég er að drepast og að springa, og það er svo freistandi að gefa henni súpa! En ég ætla að standast þetta. Nú hlýtur þetta að fara að lagast.
Íbúðin er komin á sölu! Við ákváðum að selja hana frekar en að leigja hana, þar sem við erum eiginlega ákveðin í því að fara heim eftir þessa útlegð. Nú ef við myndum ekki fara heim og vera hér fyrir sunnan, þá er ég alveg búin að sjá það og finna að ég myndi ekki vilja vera í Grafarvoginum. Svo einfalt er það bara. Þannig að það er bara best að selja! Ég hugsa líka að við förum bara heim :)
Loksins búin með Geisjuna, rosalega góð bók og hlakka ég núna mikið til að sjá myndina. Er hálfnuð með Ótuktina eftir Önnu Pálínu Árnadóttur - blessuð sé minning hennar. Hún er bæði skemmtilega og vel skrifuð, og frábært að lesa hvernig hún ákvað að takast á við helv... krabbann. Allt spurning um hugarfar.
Bið ykkur vel að lifa... Góða nótt.
Já það voru sko orð að sönnu að móðir mín tapaði sér algjörlega í fatakaupum á barnabarnið :) Ingibjörg fékk t.d. gallajakka, tvenna kjóla, buxur, peysur, sokka, dvd mynd, sandala, derhúfu og náttgalla svo að eitthvað sé nefnt! Ég get svo svarið það!! En það er voða gaman að þau skuli vera komin og flott að þau fara ekki fyrr en á mánudag.
Það var hringt í morgun frá heilsugælsunni til að afboða skoðunina þannig að ég þarf að bíða í enn eina viku til að vita málin á Ingibjörgu. Hundfúlt.
Ég búin að minnka gjafirnar niður í tvær á dag. Nú fær hún að drekka á morgnanna og á kvöldin. Þetta er dagur númer 2! Þarf sennilega ekki að taka það fram að ég er að drepast og að springa, og það er svo freistandi að gefa henni súpa! En ég ætla að standast þetta. Nú hlýtur þetta að fara að lagast.
Íbúðin er komin á sölu! Við ákváðum að selja hana frekar en að leigja hana, þar sem við erum eiginlega ákveðin í því að fara heim eftir þessa útlegð. Nú ef við myndum ekki fara heim og vera hér fyrir sunnan, þá er ég alveg búin að sjá það og finna að ég myndi ekki vilja vera í Grafarvoginum. Svo einfalt er það bara. Þannig að það er bara best að selja! Ég hugsa líka að við förum bara heim :)
Loksins búin með Geisjuna, rosalega góð bók og hlakka ég núna mikið til að sjá myndina. Er hálfnuð með Ótuktina eftir Önnu Pálínu Árnadóttur - blessuð sé minning hennar. Hún er bæði skemmtilega og vel skrifuð, og frábært að lesa hvernig hún ákvað að takast á við helv... krabbann. Allt spurning um hugarfar.
Bið ykkur vel að lifa... Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home