miðvikudagur, apríl 26, 2006

Krónan og valbrá

Við mæðgur fórum í Krónuna í dag. Fínt að fara í bæinn á miðjum virkum degi. Ekkert nema gamalt fólk og konur í fæðingarorlofi :) En allavegna þá stoppaði mig gamall maður sem stóð við hveitið og spurði mig hvort þetta væri ekki örugglega sykur. Elska gamalt fólk :) Eftir að hafa vísað honum að sykrinum þakkaði hann mér kærlega fyrir hjálpina. Ég horfði svo á eftir honum þar sem hann stjáklaði um búðina með langan innkaupalista. Jiii ég vorkenndi honum svo. Hefði alveg viljað labba með honum hring um búðina og hjálpa honum að tína í körfuna, en kunni nú ekki við að bjóða það. Fór strax að spá í hvar konan hans væri... kannski hefur hún ekki nennt í bæinn og sent hann í staðinn með risalista, kannski var hún veik, kannski er hún dáin... maður veit ekki.

Hitti mann í dag. Hendurnar á honum voru ekki eins á litinn. Önnur var hvít en hin var fjólublá!! Ég var ekki að geta einbeitt mér að tala við hann, því ég var allann tímann að spá hvað væri að honum. En svo sá ég að uppúr hálskraganum komu rauðir flekkir þannig að ég hugsa að hann sé bara allur í valbrá. Eða hægra megin allavegna. Greyið... ég var alltaf alveg komin að því að spyrja hann hvort þetta væri valbrá, en náði að halda mér á mottunni! Fæ plús fyrir það :)

Jæja þá er komið að 8 mánaða skoðuninni hjá Ingibjörgu í fyrramálið. Spennandi að vita nýjustu tölur. Vona að hún verði ógurlega dugleg í sprautunni þar sem ég verð ein með hana, en hún á nú örugglega eftir að láta í sér heyra :)


Segjum þetta gott í bili, Oprah að fara að byrja og svo er það Medium. Ætla svo í rúmið að klára Geisjuna.
Nighty-night.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home