þriðjudagur, apríl 25, 2006

Matur

Ég var að skoða matseðilinn hjá Hafinu bláa, ummm get ekki beðið eftir að borða þar. Ætlum á laugardagskvöldið. Það verður þá í þriðja skiptið sem við förum þangað, enda alveg geggjaður matur. Mæli eindregið með honum!
Á föstudaginn er hinsvegar matur á Hereford með vinnunni hans Heimis. Það verður öruggulega gaman líka. Hlakka samt meira til humarsins :)

Hlakka mikið til að fá mömmu og pabba heim. Þau koma á fimmtudaginn. Mamma sagðist alveg hafa misst sig í búðunum og keypt ýmislegt á nöfnu sína. Það verður gaman að sjá afraksturinn :) Þau ætla að stoppa fram á mánudag. Æðislegt.

Almáttugur, nú er Las Vegas í sjónvarpinu... hvað er málið með Löru Flynn Boyle?! Jiii ég ætlaði ekki að trúa því fyrst að þetta væri hún. Ég meina það, hún er svoleiðis búin að dæla sílikoni í varirnar á sér, bæta holdi í kinnarnar og fjarlægja freknurnar úr andlitinu að hún er nær óþekkjanleg!! Samt ofur hallærislegt að vera freknulaus í andlitinu en svo er allur líkaminn þakinn freknum!! En hún ætlar kannski bara að taka þetta í svona hollum... tekur næst bringuna og handleggina :) Allavegna finnst mér hræðilegt að sjá hana.

Ég á þrjá kafla eftir í Geisjunni. Það sem er nýbúið að gerast, er að Grasker sveik hana og mætti með Formanninn á staðinn en ekki Nobu! Hlakka til að lesa á eftir.

Styttist í Prison Break. Rosalegir þættir!! Við Heimir höfum verið að spá í að taka upp nokkra þætti og horfa svo á þá alla í einu, maður hefur ekki þol í að bíða eftir næsta þætti.
Kveð að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home