Páskar á næsta leyti
Fór niður í geymslu í dag og sótti Páskaskrautið. Þreif svo stofuna og er núna búin að skreyta :) Ingibjörg var agalega spennt yfir öllu dótinu, ætli það hafi ekki verið þessi skæri guli litur sem gleður augað. Hlakka mikið til Páskanna, en finnst nú samt frekar fúlt að mamma og pabbi verða úti. Annars hefði maður nú drifið sig austur.
Verð nú að minnast á eitt... þessa blessuðu veðurfréttakonu á stöð2. Hún er bara ekkert að lagast! Var búin að ákveða að ég ætlaði að gefa henni séns, og mér finnst hún nú aldeilis vera búin að fá tíma til að sanna sig, en nei, hún skánar bara ekki neitt! Greyið konan. Hún er alveg eins og fálki þarna á skjánum.
Jæja höfum þetta gott í dag. Heimir er enn að vinna en kemur nú vonandi í þennan líka eðalfiskirétt sem ég er að fara að matreiða, sem inniheldur meðal annars mozzarella ost, mmmm :)
LOST í kvöld!!
Fór niður í geymslu í dag og sótti Páskaskrautið. Þreif svo stofuna og er núna búin að skreyta :) Ingibjörg var agalega spennt yfir öllu dótinu, ætli það hafi ekki verið þessi skæri guli litur sem gleður augað. Hlakka mikið til Páskanna, en finnst nú samt frekar fúlt að mamma og pabbi verða úti. Annars hefði maður nú drifið sig austur.
Verð nú að minnast á eitt... þessa blessuðu veðurfréttakonu á stöð2. Hún er bara ekkert að lagast! Var búin að ákveða að ég ætlaði að gefa henni séns, og mér finnst hún nú aldeilis vera búin að fá tíma til að sanna sig, en nei, hún skánar bara ekki neitt! Greyið konan. Hún er alveg eins og fálki þarna á skjánum.
Jæja höfum þetta gott í dag. Heimir er enn að vinna en kemur nú vonandi í þennan líka eðalfiskirétt sem ég er að fara að matreiða, sem inniheldur meðal annars mozzarella ost, mmmm :)
LOST í kvöld!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home