Sumardagurinn fyrsti
Má eiginlega segja að við höfðum eytt Sumardeginum fyrsta í Smáralindinni og var það bara voða gaman :) Enduðum daginn á Fridays. Held við höfum ekki borðað þar síðan ég var ólétt!! Jammí það var gott.
Fór svo til Jóhönnu og fékk hjá henni danska spennusögu :) Ætli það sé ekki best að fara að rifja upp þessa dönsku sem maður var einu sinni mellufær í. Þau hjónakornin voru á fullu að pakka og bara allt að gerast hjá þeim, enda fara þau líka út núna 30. Jesús ég fæ nú bara í magann við tilhugsunina að fara að pakka... ojjjbarasta. En isss við verðum sjálfsagt fljót að þessu þegar við byrjum. Ég verð allavegna ekki kasólétt eins og í síðustu flutningum :)
Er að klára húfu sem ég var að prjóna á Ingibjörgu, á bara dúskinn eftir. Ég var gjörsamlega búin að gleyma því hvernig ég ætti að gera dúsk, sem er fyndið því þegar ég var krakki var ég alltaf að búa til dúska :) En þetta er nú allt að koma og ég er búin að sníða pappann til.
Jæja hafið það gott um helgina. Veit ekki alveg hvernig helginni verður háttað hjá okkur, allavegna sund á morgun, vinna hjá Heimi og vonandi að hitta Júlíu Rós, Hermann og börn.
1. P.S. Heiða, ég ætlaði bara að láta þig vita að ég get ekki commentað hjá þér... hef ekki getað það í langan tíma?!?! Veit ekkert hvort það sé eitthvað að hjá mér eða þér :)
2. P.S. Er ekki bara svolítið sniðugt að hafa fyrirsagnirnar mismunandi á litinn? Er enn að velta því fyrir mér... Þórey, finnst þér kannski ekki mikil festa í því? Óþægilegt að vita ekki að þær eru alltaf bleikar eða bláar?
Má eiginlega segja að við höfðum eytt Sumardeginum fyrsta í Smáralindinni og var það bara voða gaman :) Enduðum daginn á Fridays. Held við höfum ekki borðað þar síðan ég var ólétt!! Jammí það var gott.
Fór svo til Jóhönnu og fékk hjá henni danska spennusögu :) Ætli það sé ekki best að fara að rifja upp þessa dönsku sem maður var einu sinni mellufær í. Þau hjónakornin voru á fullu að pakka og bara allt að gerast hjá þeim, enda fara þau líka út núna 30. Jesús ég fæ nú bara í magann við tilhugsunina að fara að pakka... ojjjbarasta. En isss við verðum sjálfsagt fljót að þessu þegar við byrjum. Ég verð allavegna ekki kasólétt eins og í síðustu flutningum :)
Er að klára húfu sem ég var að prjóna á Ingibjörgu, á bara dúskinn eftir. Ég var gjörsamlega búin að gleyma því hvernig ég ætti að gera dúsk, sem er fyndið því þegar ég var krakki var ég alltaf að búa til dúska :) En þetta er nú allt að koma og ég er búin að sníða pappann til.
Jæja hafið það gott um helgina. Veit ekki alveg hvernig helginni verður háttað hjá okkur, allavegna sund á morgun, vinna hjá Heimi og vonandi að hitta Júlíu Rós, Hermann og börn.
1. P.S. Heiða, ég ætlaði bara að láta þig vita að ég get ekki commentað hjá þér... hef ekki getað það í langan tíma?!?! Veit ekkert hvort það sé eitthvað að hjá mér eða þér :)
2. P.S. Er ekki bara svolítið sniðugt að hafa fyrirsagnirnar mismunandi á litinn? Er enn að velta því fyrir mér... Þórey, finnst þér kannski ekki mikil festa í því? Óþægilegt að vita ekki að þær eru alltaf bleikar eða bláar?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home