Uss Uss
Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og blogga. Ég sem var búin að blogga á hverjum degi þvílíkt lengi, svaka dugleg :) En svona er þetta. Já semsagt búið að vera mikið stuð að hafa mömmu og pabba. Við mamma fórum tvær í Kringluna í gær og versluðum ýmislegt. Fann mér t.d. kjól og loksins almennilegar gallabuxur sem ég var búin að leita af lengi. Við Heimir fórum svo á Hafið bláa í gærkvöldi. Það var æði eins og við var að búast. Í dag á svo að taka sér rúnt í Grímsnesið í þessu dýrlega veðri.
Pabbi keypti Mörgæsamyndina á vellinum og við horfðum á hana í gærkvöldi. Jiii hvað hún er yndisleg! Ég gat meira að segja grátið yfir henni, en hún er allt í senn, fyndin, sorgleg, yndisleg og allt þar á milli. Frábærlega vel tekin og bara æðisleg! Og þær eru svo sætar þessar dúllur, sjá hvernig þær vagga áfram og fleygja sér á magann, sjá hvernig þær passa eggin sín og svo hvernig þær troða ungunum undir sig :) já þetta er frábær mynd.
Íbúðin er búin að vera á sölu núna síðan á fimmtudag og það eru tveir búnir að koma og skoða :) Aldeilis flott. Nú er bara að vona að það verði gert gott tilboð á þriðjudaginn. Finndist það nú samt eiginlega of gott til að vera satt.
Þórey, ég er búin að reyna að commenta þvílíkt oft hjá þér en það gengur aldrei. Óþolandi þetta MSN dæmi. Getur þú ekki flutt þig á eitthvað annað blogg?! Þá myndi ég commenta á hverja færslu hjá þér því þú ert svo skemmtilegur penni. Já þannig að þá veistu að ég er ekki feimin :)
Jæja hafið það gott í dag.
Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og blogga. Ég sem var búin að blogga á hverjum degi þvílíkt lengi, svaka dugleg :) En svona er þetta. Já semsagt búið að vera mikið stuð að hafa mömmu og pabba. Við mamma fórum tvær í Kringluna í gær og versluðum ýmislegt. Fann mér t.d. kjól og loksins almennilegar gallabuxur sem ég var búin að leita af lengi. Við Heimir fórum svo á Hafið bláa í gærkvöldi. Það var æði eins og við var að búast. Í dag á svo að taka sér rúnt í Grímsnesið í þessu dýrlega veðri.
Pabbi keypti Mörgæsamyndina á vellinum og við horfðum á hana í gærkvöldi. Jiii hvað hún er yndisleg! Ég gat meira að segja grátið yfir henni, en hún er allt í senn, fyndin, sorgleg, yndisleg og allt þar á milli. Frábærlega vel tekin og bara æðisleg! Og þær eru svo sætar þessar dúllur, sjá hvernig þær vagga áfram og fleygja sér á magann, sjá hvernig þær passa eggin sín og svo hvernig þær troða ungunum undir sig :) já þetta er frábær mynd.
Íbúðin er búin að vera á sölu núna síðan á fimmtudag og það eru tveir búnir að koma og skoða :) Aldeilis flott. Nú er bara að vona að það verði gert gott tilboð á þriðjudaginn. Finndist það nú samt eiginlega of gott til að vera satt.
Þórey, ég er búin að reyna að commenta þvílíkt oft hjá þér en það gengur aldrei. Óþolandi þetta MSN dæmi. Getur þú ekki flutt þig á eitthvað annað blogg?! Þá myndi ég commenta á hverja færslu hjá þér því þú ert svo skemmtilegur penni. Já þannig að þá veistu að ég er ekki feimin :)
Jæja hafið það gott í dag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home