þriðjudagur, maí 16, 2006

Eurovision

Held svei mér þá að ég hafi aldrei verið jafn lítið spennt fyrir þessu showi eins og nú. Ég er orðin nett leið á Sylvíu og hennar hegðun, en ég hlakka samt til að sjá hana á sviðinu. Held að við munum ekki komast áfram, en við erum þó allavegna búin að prófa að fíflast einu sinni. Annars verður teiti í Hafnarfirðinum og það verður sjálfsagt stuð :)

Er að gera lista yfir það sem ég ætla að kaupa í fríhöfninni og úti í Danmörku. Held að ég eigi eftir að tapa mér þarna. Júlía Rós liggur yfir krotum þannig að ég held að við séum með pottþéttann gæt :) Já það styttist aldeilis í ferðina og ég er enn að gefa Ingibjörgu 2-svar á sólarhring! Uss uss verð að fara að gera eitthvað í þessu svo það verði ekki tóm vandræði fyrir mömmu.

Er hætt að lesa Drykkju-Ástarsögu, fannst hún ekki skemmtileg. Er farin að lesa Önnu, Hönnu og Jóhönnu, og líst vel á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home